
Gunkel’s Radiation Beatis
Það sem einum dettur í hug, hefur annar örugglega prófað. Þessa flugu sá ég í tímariti í vetur þar sem hún var rómuð af veiðimönnum vestan hafs, þ.e. í Kanada og Bandaríkjunum. Höfundur hennar er Shea Gunkel og hún heitir einfaldlega Gunkel’s Radiation Baetis. Það skemmtilega við þessa flugu er að ég hnýtti hana óséða fyrir ári síðan þegar ég gerði tilraun til að einfalda Higa‘s SOS.
Flugan hefur reynst einstaklega vestan Atlantsála og þessi einfaldaða útgáfa Higa‘s sem ég hnýtti hefur gert það alveg áhætt hérna heima líka. Sjálfur hnýti ég þetta afbrigði yfirleitt einlitt og á hana í nokkrum litum. Fyrir vestan hafa hnýtarar spreytt sig á því að hnýta hana mjög mikið útfærða, bætt á hana tinsel og ýmsu glimmeri til að gera hana eftirsóknarverðari.
Höfundur: Shea Gunkel
Öngull: Grubber #14 – #20
Þráður: Aðallitur flugunnar 8/0
Skott: Hænufjöður í stíl
Vöf: Vír eða ávalt tinsel
Vængstæði: Ice dub í stíl
Glit: Flashabou
Bak: UV litað lím, gjarnan svart eða glært