
Guide’s Nymph
Eflaust hefur fáum dottið í hug að þessi fluga heiti eitthvað sérstakt enda gengur hún eða öllu heldur útlit hennar undir ýmsum nöfnum. Kannski var það bara einfaldleiki þessarar flugu sem greip mig og því ákvað ég að setja í nokkrar svona og setja hér inn á vefinn.
Aðalatriðið við þessa uppskrift er að hún er afar fljóthnýtt og svo skemmir ekki að hráefnið í fluguna er eiginlega það sem hendir er næst hverju sinni. Litaafbrigði hennar eru, eins og gefur að skilja, óendanlega mörg því það getur svo margt leynst á hnýtingarborðinu þegar maður sest niður og byrjar a hnýta. Það má eiginlega segja að þetta sé hálfgerð ruslafötufluga.

Höfundur: enginn sérstakur
Öngull: grubber #10 – #16
Þráður: sá litur sem þér dettur helst í hug að veiði, ekki verra að hafa hann flatan 14/0 eða DEN70
Búkur / þynging: blý-, tungsten- eða koparþráður (medium) – búkurinn mótaður með vír
Búkvaf: koparvír
Lakk: UV lakk, medium eða thick
Kragi: peacock herl, dubb í stíl við búkefni eða hvað eina sem þér þykir viðeigandi
Haus: svört eða reyklituð kúla