Grey Goose

Eftir smá tíma í fluguveiðinni fara menn að þekkja flugurnar sem skipta máli, eins og t.d. Pheasant Tail. En færri virðast þekkja ‘hina’ fluguna hans Sawyer, Grey Goose.

Sjálfur sagði Sawyer eitt sinn að hann hefði soðið saman tvær ‘universal’ flugur, Pheasant Tail sem ímynd dökku púpunnar og Grey Goose þeirrar ljósu, fleiri flugur þyrftu menn ekki. Ef hann hafði rétt fyrir sér, þá væri ég ekki með allan þennan fjölda af flugum í boxinu mínu, en þar er nú samt Grey Goose í góðum félagsskap ýmissa útfærslna af Pheasant Tail.

Upprunalega uppskriftin er auðvitað eins einföld og Pheasant Tail, eina sem skilur þær að er að Saywer notaði gráa gæsafjöður í stað fasana í Grey Goose. Þar sem ég hef ekki alveg komist upp á lagið með að nota aðeins koparvírinn til að halda henni saman nota ég tan eða gráan hnýtingarþráð til stuðnings.

Höfundur: Frank Sawyer
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður / vöf: koparvír
Skott / Búkur / Thorax: Grá gæsafjöður

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
 10 – 16 10 – 16

Create a website or blog at WordPress.com