
Green Weenie
Af skömm minni kemur hér enn ein þeirra flugna sem margir veiðimenn elska að hata. Þessi fluga er með þeim allra einföldustu í hnýtingu, aðeins eitt hráefni og kúla ef hnýtari vill. Þótt Lefty Kreh hafi fullyrt að „Ef það er ekki chartreuse, þá virkar það ekki.“ þá virkar þessi einfalda fluga í nær öllum litum, allt frá hvítu yfir í gult, yfir í rautt og þaðan yfir í dökkgrænt og allt þar á milli. Þekktust er hún þó í þessum lirfu græna lit og þá er maður farinn að nálgast átrúnað Lefty’s.
Þessi fluga var ranglega eignuð Charlie Mack eftir að hann birti hana í bók sinni Pennsylvania Hatches árið 1989 en flugan er töluvert eldri og kom fyrst fram á sjötta áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum.
Höfundur: óþekktur
Öngull: legglangur 10 – 14
Þráður: þráður í stíl við búkefnið
Búkur: chenille í lit að eigin vali
Haus: samlitur búk eða kúla