Fox Squirrel Nymph

Þær eru ekki allar gamlar þær klassísku og þessi er einmitt ein af þeim. Einhver hefði sagt samsuða nokkurra, sem má alveg vel vera, en hvort Dave Whitlock höfundur hennar hefur haft bræðing í huga veit ég ekki. Eitt er víst, hún er veiðileg.

Flugan kom fyrst fram í bókinni The Masters On The Nymph sem kom upprunalega út árið 1979. Raunar hér flugan þá því þjála nafni Red Fox Squirrel Hair Nymph en höfundur hennar einfaldaði hana nokkuð með tíð og tíma og stytti nafnið all verulega.

Hún er sögð tilvalin valkostur þar sem klassíkerar eins og Pheasant Tail og Héraeyra gefa að öllu jöfnu. Sjálfur hef ég prófað hana undir ýmsum kringumstæðum og fengið bæði bleikju og urriða á hana.

Uppskriftin sem hér fer á eftir er frá meistara Davie McPhail sem og klippan af því hvernig hann fer höndum um kvikindið.

Höfundur: Dave Whitlock
Öngull: Hefðbundin 12 – 16
Þráður: Uni 8/0 Tan
Skott: Refur
Broddur: Gyllt tinsel eða koparvír
Búkur og thorax: Fínn refur
Hringvaf: Brúnn Fasani
Haus: Örlítið refa dub

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
 12 – 16 12 – 16

Create a website or blog at WordPress.com