Dunnigan’s Clearwater Emerger

Það þarf ekki alltaf reynda fluguhnýtara til að setja saman flugu sem slær rækilega í gegn. Casey Dunnigan, höfundur þessarar flugu, hóf ekki fluguveiðar fyrr en árið 2007 en varð samstundis heltekinn af sportinu. 2010 var hann við veiðar í Colorado og varð vitni að töluverðu klaki grárra mýflugna og var í stökustu vandræðum með að velja flugu sem líktist þeim nægjanlega. Þegar heim var komið, settist hann niður og hnýtti þessa flugu.

Hvernig flugan rataði síðan á markaðinn fylgir ekki sögunni, en hún komast fljótlega í hóp söluhæstu flugna vestanhafs. Þetta er tiltölulega einföld fluga að hnýta og litur hennar sker sig skemmtilega úr þeim svörtu og brúnu mýflugueftirlíkingum sem hafa verið ráðandi.

Höfundur: Casey Dunnigan
Öngull: Grubber #14 – #22
Þráður: Grár 8/0
Skott: Brún hænufjöður
Vöf: Koparvír eða gyltur
Vængstæði: Grátt dub
Glit: Krystal Flash
Bak: Pheasant tail

Create a website or blog at WordPress.com