
Ensk að uppruna, kennd við bæ á austurströnd Skotlands. Afburða fluga í allan silung, staðbundin og sjógöngufisk. Eitt afbrigði þessarar flugu er það þegar stélið er hnýtt úr teal fjöðrum í stað gullfasana, ekki síðri þannig, og þá er hún komin í hóp þekktra Teal-flugna.
Höfundur: óþekktur
Öngull: Hefðbundin 10-14
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Hausfjöður af gullfasana / teal
Vöf: Gullvír
Búkur:Flatt tinsel, gull
Kragi: Orange hanafjöður
Vængur: Bronzlituð síðufjöður stokkandar
Kinnar: Frumskógarhani
Haus: Svartur
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14 | 10,12,14 | 10,12,14 | 10,12,14 |