
Dentist
Dentist er án nokkurs vafa ein allra vinsælasta og þar með veiðnasta straumfluga á Íslandi, og þótt víðar væri leitað.
Sterkust hefur hún verið í urriða og sjóbirting, en á sér mörg fórnarlömb úr stofnum bleikju, sjóbleikju og laxa.
Í gegnum tíðina hefur viðgengist að hnýta þessa flugu í allt frá appelsínugulu yfir í há-rautt afbrigði eins og höfundurinn gerði gjarnan. Fluguna skírði Kolbeinn Dentist til heiðurs félaga sínum, Pétri Ólafssyni tannlækni. Að sögn var hún nafnlaus þar til Pétur spurði Kolbein hvað flugan héti sem brást þá við og sagði; Dentist.
Eins og um svo margar aðrar straumflugur hafa hin síðari ár skotið upp kollinum ótal afbrgiði hennar, þyngdar með tungsten fyrir straumþungar ár eða jafnvel léttklæddar lirfur í vötn. Sjálfur tek ég votflugunálgun á þessa flugu, nota fjöður í vængi, skott og skegg þótt upprunalega hafi hún alltaf verið hnýtt úr hárum.

Upprunalegur hárvængur (sbr. myndband)
Höfundur: Kolbeinn Grímsson
Öngull: Straumflugukrókur, legglangur #2 – #8
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Rauður eða orange kálfshali
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Flatt gull tinsel
Skegg: Sama og í stéli
Vængur: Svört hjartarhalahár
Haus: Svartur, lakkaður
Fjaðurvængur (sbr. myndir hér)
Höfundur: Kolbeinn Grímsson
Öngull: Legglangur votflugukrókur #10 – #12
Þráður: Svartur 8/0 eða 10/0
Stél: Rauðar fanir úr hanafjöður
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Flatt gull tinsel
Skegg: Sama og í stéli
Vængur: svartar hanafjaðrir
Haus: Svartur, lakkaður
| Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
|---|---|---|---|
| Straumfluga 8,10 & 12 | Straumfluga 6,8 & 10 | Straumfluga 8,10 & 12 | Straumfluga 6,8 & 10 |
Hér að neðan má sjá Ívar í Flugusmiðjunni setja í einn Dentist með hárvæng:
