
Crane Fly Larva
Hér er á ferðinni sérlega einföld fluga sem líkir eftir lirfu Tipulidae, öðru nafni hrossaflugu sem er væntanlega stærst mýflugna á Íslandi. Að mínu viti er það frekar óalgengt að íslenskir veiðimenn eltist við eftirlíkingar lirfunnar, fleiri hafa reynt sig við fullvaxta hrossaflugu. Ef hinir sömu veiðimenn væru urriðar, og valið stæði á milli fullvaxta flugu eða lirfu, þá hefði lirfan alltaf vinninginn.
Ef einhver ber þessa flugu nú saman við aðrar þekktar garnflugur, þá kemur vitaskuld Killer Bug upp í hugann. Þær eru afar keimlíkar ef horft er framhjá því að koparvafningana vantar á Crane Fly Larva. En, það er þó ákveðinn munur á þeim, þessi fluga er gjarnan hnýtt á s.k. sedge króka eða 3XL púpukróka einfaldlega vegna þess að lirfa hrossaflugunnar er afar löng og mjósleginn. Hér gildir ekki að hnýta hana í smærri stærðum en #10 eða #12.
Höfundur: Frank Sawyer með síðari tíma aðlögun
Öngull: h3XL púpukrókur eða sedge krókur #10 – #12
Þráður: grár eða hvítur 8/0
Undirlag: kopar eða blýþráður
Búkur: yrjótt, ljóst ullargarn
Haus: lakkaður hnýtingarþráður

Hér má síðan sjá ágætt mynbrot frá Tight Line Video af hnýtingu Crane Fly Larva: