
Coch-y-Bonddu
Framandi nafngiftir flugna eru ekki óþekktar. Þessi fluga gæti t.d. heitið á rauð og svört á íslensku ef bein þýðing úr velsku væri látin standa. Eins augljóst og það er þá lýsir þetta flugunni ekki hót og því best að halda sig einfaldlega við Coch-y-Bonddu þó það sé vissulega tungubrjótur.
Flugan er hreint ekki ný af nálinni, á ætti að rekja til áranna rétt eftir 1700 og er þar með ein elsta þekkta fluga sem til er. Upphaflega hnýtt til að líkja eftir vatnabjöllu sem heitir, já einmitt Rauð og svört upp á velsku. Eftir því sem ég best veit, þá er flugan á myndinni hér að ofan sú sem kemst næst því að vera sú upprunalega, en á síðari tímum hafa menn tekið upp á því að skreyta hana með gyltum broddi, jafnvel flötu tinsel í stað vírs í vöfum. Ég veit ekki til þess að höfundur flugunnar hafi neitt amast við þessum síðari tíma viðbótum, í það minnsta fer engum sögum af því að hann hafi heimsótt hnýtara út yfir dauða og gröf til að amast í þeim og því leyfi ég mér að hafa allt skrautið með í efnislistanum.
Bara til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er samnefnd veiðibókabúð á netinu til muna yngri heldur en þessi fluga og það sama má segja um þann rithátt Coch-y-Bondhu sem nafn flugunnar hefur fengið, helst hjá Englendingum hin síðari ár.
Höfundur: óþekktur
Öngull: Hefðbundin votfluguöngull 10 – 12
Þráður: Dökkbrúnn eða svartur 8/0 eða 70
Broddur: gyllt kristal flash (seinni tíma viðbót)
Vöf: gyllt flatt tinsel (seinni tíma viðbót)
Búkur: peacock
Hringvaf: brún hænufjöður
Haus: samlitur þræði
Það fer vel á því að skoða hvernig Barry Ord Clarke fer að þvi að hnýta sína útgáfu af þessari öldnu flugu: