
Chromie
Þessi fluga á að líkja eftir því lífsstigi lirfunnar þegar hún býr sig undir að losa festar og syndir upp að yfirborði vatnsins og umbreytist í flugu. Silfuráferð hennar líkir eftir glampa húðar lirfunnar ný skriðinnar út, sannkallað ferskmeti fyrir silunginn.
Höfundur: ókunnur
Öngull: Grupper 8 – 20
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: Silfur tinsel
Vöf: Brúnt silki eða fínn ullarþráður
Kragi: Peacock herl utan um vænan skammt af blýþræði
Haus: Hvít plastkúla
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14,16 |