Buckskin

Trúlega eru margir veiðimenn sem þekkja þessa flugu, færri sem vita hvað hún heitir og enn færri sem hafa prófað hana. Flugan er tiltölulega gamalreynd, kom fyrst fram á sjónasviðið upp úr 1970 vestur í Bandaríkjunum. Maðurinn sem er skráður höfundur þessarar flugu heitir Ed Marsh, mikill veiðimaður sem búsettur var í Colorado Springs, en flugan komst raunar ekki fullkomlega á flug fyrr en títtnefndum Pat Dorsey datt í hug að bæta peacock kraga á hana og setti á prent.

Eins og fram kemur í endurbættri uppskrift Pat‘s hér að neðan, þá nýtir hann vaskaskinn í búk flugunnar en upphaflega var notað rakað, sútað skinn af dádýri þaðan sem hún dregur nafn sitt. Sjálfur nýtti ég sútað lambsskinn sem ég skar niður í ræmur sem varð afgangs eftir að ég hafði notað hárin af því.

Höfundur: Ed March
Öngull: hefðbundin púpukrókur #10 – #16
Þráður: svartur UNI 8/0
Skott: fanir úr ljósbrúnni hænufjöður
Búkur: hvítt vaskaskinn / ljóst sútað skinn, rakað
Haus: svartur, lakkaður

Eins og með margar eldri flugur, þá hafa nýjar útfærslur litið dagsins ljós og þar á meðal jig útfærsla skv. uppskrift Pat Dorsey sem sjá má hér að neðan:

Create a website or blog at WordPress.com