Brúnka

Þessa flugu hannaði Jón Sigurðsson með Elliðavatn í huga, en flugan hefur að sögn sannað sig víðar en þar. Eins og sjá má sver flugan sig í ætt við aðrar nymphur sem ættaðar eru úr Elliðavatni.

Uppskrift flugunnar má, eins og fjölda annarra flugna, finna í Veiðiflugur Íslands sem Jón Ingi Ágústsson tók saman um árið, en Ívar Örn Hauksson (Ívar’s Fly Workshop) endurvakti áhuga landanns á flugunni fyrir skemmstu og gerði ágæt skil.

Höfundur: Jón Sigurðsson
Öngull: hefðbundin púpukrókur #12 – #18
Þráður: svartur
Vöf: koparvír
Búkur: afturbúkur úr rauðbrúnu flosi, frambúkur úr dökkbrúnu flos
Vængstubbur: vængfjöður hringfasana eða aðrar tvílitar fjaðrir
Haus: svartur, lakkaður

Hér að neðan má sjá þegar Ívar hnýtir Brúnku, Jóns Sigurðssonar:

Create a website or blog at WordPress.com