
Blue Quill – þurrfluga
Eftirlíking dægurflugunnar og með þeim betri ef mér leyfist að segja sem svo. Hefur verið viðloðandi flugubox veiðimanna svo lengi sem elstu menn muna.
Einhverra hluta vegna hafa not hennar hér á Íslandi verið takmörkuð í gegnum tíðina en hin síðari ár hefur hún sótt í sig veðrið, e.t.v. með auknum áhuga innlendra veiðimanna á fluguboxum þeirra erlendu sem heimsækja Ísland og gera góða veiði.
Höfundur: ókunnur
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 16
Þráður: Grár eða brúnn 6/0
Skott: Nokkrar gráar fjaðrir
Búkur: Strípaður páfugls fjaðrastafur
Kragi: Gráar hackle fjaðrir
Vængur: Stokkönd
Haus: Lítið eða ekkert lakkaður
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
10,12,14,16 | 10,12,14 |