Blue Charm

Hér er á ferðinni laxafluga sem um árabil hefur verið ein vinsælasta flugan á Íslandi heilt yfir um sumarið. Einstaklega fengsæl og sögð ómissandi sunnan- og vestanlands í júlí.

Uppruninn í Skotlandi, nánar tiltekið við ána Dee, en gat sér snemma gott orð í norðanverðri Ameríku og þá ekki síst sem öflug í sjóbirting.

Minna farið fyrir henni þannig á Íslandi en kannski er þar aðeins um að kenna íhaldssemi veiðimanna? Mér hefur alltaf fundist þessi fluga svolítið heillandi og það er eitthvað við hana sem segir mér að hún virki. Fell samt sjálfur í þá gildru að gleyma henni undir flestum kringumstæðum.

Höfundur: Colin Simpson
Öngull: Nr.6 laxaöngull eða legglangur í silunginn
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Gyllt fasanafjöður
Broddur: Gyllt tinsel og flos
Vöf: Silfur tinsel, ávalt eða fínt flatt. Þekkt að nota silfurvír til þyngingar.
Búkur: Svart flos
Skegg: Blá hanafjöður
Vængur: Grá síðufjöður og fíngerð gul hænufjöður á toppnum. Mæli með að prófa hana með íkornaskotti (gráu eða brúnu) sem hárvæng.
Haus: Svartur

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
Straumfluga 8 & 10 Straumfluga 6,8 & 10

Create a website or blog at WordPress.com