Blae and Black

Hefur sannað sig í gegnum tíðina í vatnaveiði bleikju svo um munar. Oftast er þessi fluga hnýtt á frekar litla öngla, 12-16.

Þessi fluga er aðeins ein af mörgum klassískum votflugum sem skutu upp kollinum í Skotlandi á síðustu öld. Þessi fluga á nákomna ættingja sem tilheyra s.k. teal flugum t.d. Peter Ross, Teal and Black og Teal and Blue.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 8-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svart flos
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Fanir úr ljósri vængfjöður starra eða grágæs
Haus: Svartur

Veistu ekki alveg hvar efnið er að finna sem þú sækist í? Prófaðu þá að leita á síðunni