
Black Magic
Þeim sem reka augun í þessa flugu dettur væntanlega helst í hug klassísk votfluga sem á ættir að rekja til 1800 og eitthvað, en því fer víðsfjarri. Flugan kom fyrst fram árið 1967 í bók höfundarins Presenting the Fly to the Trout sem fyrir löngu er orðin ein af testamentum fluguveiðinnar. Flugan er augljós samsuða hefðbundinnar votflugu og North Country Spider flugna.
Þessi fluga á sér frænku og það hefur aldrei farið dult. Sú heitir Black Magic Spider og hefur verið eignuð mörgum og trúlega með réttu. Er sem sagt ein þeirra sem margir komu fram með á mismunandi tímum og staðsetningum. Það var síðan upp úr 1967 að enn fleiri flugur sem líktust Black Magic Spider með hæfilegri viðbót úr þessari flugu Frederik Mold komu fram á sjónarsviðið, flestar hnýttar í stíl North Country Spiders.
Fluguna má hvort heldur veiða í straum- eða stöðuvötnum, þykir einföld og meðfærileg fluga og minnir um margt á þekktar gamlar flugur sem enn eru mikið notaðar.
Höfundur: Frederick Mold
Öngull: votfluguöngull 12 – 18, gjarnan úr fínum vír
Þráður: svartur
Búkvöf: koparvír
Búkur: svart silki
Frambúkur: peacock herl
Hringvöf: svört hænufjöður