Bjargvætturinn

Hér er á ferðinni fluga sem ekki hefur farið mjög hátt um, en hún á sér samt marga, dygga aðdáendur sem segja hana sérlega skæða í Hlíðarvatni í Selvogi, Þingvöllum og víðar. Flugan er íslensk að ætt og uppruna, Birgir Thorlacius er höfundur hennar og ég sá þessa flugu fyrst í boxi veiðimanns í Selvoginum og skömmu síðar birti Árni Árnason uppskrift hennar á vef Árvíkur og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efnið sem þar er að finna.

Þegar ég hnýti þessa flugu, þá hef ég stolist til að nota hvítt UV garn í stað Árórugarns og stundum skipt ullargarninu í búkinum út fyrir sléttara Árórugarn og ef eitthvað er, þá finnst mér hún meira fyrir augað þannig.

Höfundur: Birgir Thorlacius
Öngull: grubber 12 & 14
Þráður: svartur 8/0 eða 70
Vöf: silfurvír
Búkur: svört ull
Vængstubbar: hvítt Árórugarn eða hvítt UV
Kragi: rautt GloBright
Haus: silfurkúla

Create a website or blog at WordPress.com