Bitch Creek Nymph

Engin smá fluga á ferðinni hérna. Þó þessi fluga hafi upphaflega verið hönnuð sem eftirlíking steinflugulirfu hefur hún sannað sig allan ársins hring bæði í silung og lax. Fyrir laxinn er hún að vísu hnýtt stór #2 og #4 en fyrir silunginn í stærðum 10 – 16.

Sérstakar hreyfingar flugunnar vegna gúmmílappanna eru sagðar trylla silunginn og æsa hann til töku.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Legglangur 10 – 16
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Tvær hvítar gúmmílappir
Búkur: Samofið brúnt og orange chenille (splittað fyrir minni flugur)
Frambúkur: Svart chenille vafið með brúnni söðulfjöður
Haus: Tvær hvítar gúmmíræmur

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,1610,12,14,16

Create a website or blog at WordPress.com