Beykir

Hvort Gylfi Kristjánsson hafi haft geitung í huga eða ekki þegar hann hannaði þessa flugu þori ég ekki að fullyrða, en einhverjir veiðimenn fullyrða að þar sem geitungur er á ferðinni, þar virki Beykir best. Hitt veit ég að aflatölur úr nokkrum vötnum gefa til kynna að hér sér á ferðinni afskaplega veiðin fluga sem er vel þess vert að prófa.

Þegar horft er á þessa flugu, þá er eiginlega eitt, en þó tvennt sem vekur eftirtekt. Skegg flugunnar er óvenjulega langt, það nær eiginlega jafn lagt aftur og skottið á Krókinum, þ.e.flugunni. Hitt sem er eftirtektrarvert er einfaldlega það að skeggið er bara hreint ekki skegg, það er eiginlega vængur því það er hnýtt á hlið flugunnar, ekki undir.

Höfundur: Gylfi Kristjánsson
Öngull: Grubber 8 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: Svart vínil rib
Vöf: Gulur / grænn silkiþráður
Kragi: Brúnleitt dub (krystal anthron)
Skegg: löng, svört gæsafjöður
Haus: Koparkúla

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,1610,12,14,16

Eiður Kristjánsson útbjó mjög svo heiðarlega útgáfu af Beyki og setti á netið:

Create a website or blog at WordPress.com