
BARELY LEGAL Ghost
Þessi fluga er sett hér inn meira til gamans heldur en nokkuð annað. Þegar frændi hennar (Barely Legal Dentist) kom hér fyrir sjónir var ýjað að því að mögulega væri hægt að útfæra hann með svipmóti Black Ghost. Þegar á reyndi þótti hnýtaranum silfurvafningum á búknum hreint og beint of aukið og því varð hann einlitur, svartur.
Eins og um Barley Legal Dentist er þessi fluga hnýtt á 2XL straumflugukrók og því mátulegt að hnýta vængina í fimm hlutum með tvo til þrjá vafninga af búkefni á milli. Að öðru leiti má styðjast við aðferðina eins og Kelly Gallop notar við Barely Legal.
Útfærsla: Kristján Friðriksson
Krókur: straumflugukrókur #4, 2XL
Þráður: svartur 10/0 (8/0)
Skott og vængur: gult marabou að neðan, hvítt að ofan
Búkur og kragi: Hareline Solid Black Tinsel Chenille
Kragi: Hareline Solid Black Tinsel Chenille
Keiluhaus: miðlungs silfraður
Hér að neðan má sjá frænkurnar, sú til vinstri kveikti hugmyndina og sú til hægri er endanleg útgáfa. Einhver mundi segja að það sé ættarsvipur með þeim, en það á nú líka við um flestar marabou flugur.


