Autumn Ordie

Autumn Ordie er, eins og nafnið gefur til kynna, fluga sem veiðimenn nota gjarnan þegar haustar við skosku heiðarvötnin. Flugan er raunar ekkert annað en önnur litasamsetning þeirrar margfrægu Lock Ordie sem kennd er við Ordie vatn, skammt austan við Tay sem er lengsta á Skotlands. Á þessum slóðum verður vart stigið niður færi án þess að reka tærnar í sögufræga veiðistaði.

Sérstaða þessara flugna er að það er enginn búkur á þeim, aðeins hringvafðar hænufjaðrir í þremur (eða fleiri) litum. Sérstaklega einföld fluga að hnýta og kemur svona líka skemmtilega út.

Höfundur: óþekktur
Öngull: Hefðbundin votfluguöngull 8 – 12
Þráður: Svartur 8/0 eða 70
Aftasta hringvaf: ljósbrún / gul hænufjöður
Miðvaf: rauð hænufjöður
Fremsta hringvaf: svört hænufjöður
Haus: svartur

Hér smellir Martyn White í þessa flugu Rod Denson, þ.e. afbrigðið sem hann setti saman:

Create a website or blog at WordPress.com