Alder

Ein þeirra flugna sem horfið hafa aðeins úr boxi veiðimanna hin síðari ár, að ósekju. Alder er ensk fluga að uppruna og reyndist íslenskum veiðimönnum vel um árabil. Vona að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að ofangreind mynd sýni það afbrigði Alder sem hefur reynst einstaklega vel í Þingvallavatni.

Einhverra hluta vegna hefur það reynst mönnum vel í urriða að hafa vænginn allt að tvöfaldri búklengd og nota ljósari hanafjöður í skeggið.

Bleikjan, jafnvel sjóbleikjan hefur síðan verið hrifnari af útfærslu með rauðum broddi (rautt flos) og ljósari væng. Sumir ganga svo langt að setja ljóst skott úr gullfasanafjöður á kvikindið, en þá segja aðrir stopp og vilja skíra fluguna upp á nýtt.

Svo má einfaldlega halda sig við upprunalegt hráefni en beita örlítið öðrum aðferðum og hringvefja kalkúna- og hanafjöður og þá getur útkoman orðið þessi:

Höfundur: óþekktur
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: Fanir úr páfuglsfjöður
Skegg: Svört hanahálsfjöður
Vængur: Fanir úr flekkóttri kalkúnafjöður
Haus: Svartur

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
Votfluga 10,12 & 14 Votfluga 10,12 & 14 

Create a website or blog at WordPress.com