fos_alda_big

Adams

Af mörgum talin einhver mest alhliða þurrfluga sem komið hefur fram. Hún er ekki eyrnamerkt neinni ákveðinni tegund skordýra en hefur sannað sig undir ýmsum kringumstæðum. Margir veiðimenn velja þessa flugu sem ‘fyrstu’ fluguna þegar þeir reyna fyrir sér þar sem lítið eða ókunnugt klak á sér stað.

Flugan kom fyrst fram upp úr 1920 þegar höfundur hennar, Leonard Halladay hnýtti hana fyrst fyrir Charles nokkurn Adams sem fékk fluguna í höfuðið, þ.e. nafn hennar.

Uppskriftin sem fylgir er sú upprunalega, en eins og margar eldri flugur hefur efnisval manna breyst nokkuð í meðförum með árunum.

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14,16 

Hér gefur að líta ágætt myndband frá Tightline Production þar sem handbragðið við hnýtinguna er sýnt.

Create a website or blog at WordPress.com