Flýtileiðir

Gleymdu boxin

Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég fór aðeins yfir allar flugurnar sem enn héngu á vestinu mínu að ég hafði trassað að ganga frá þeim fyrir ári síðan, þ.e. þegar útséð var að færi ekki í fleiri veiðiferðir. Það var nú ekki svo slæmt að ég hafi gleymt þeim í vestinu, en þær hvíldu allan veturinn í boxunum.

Út af fyrir sig er þetta ekki neitt stórmál, nema þá að þegar ég kíkti í geymsluboxin mín síðasta vetur þá vantaði alveg heilmikið af flugum svo ég hnýtti upp í skortinn en fann síðan sömu flugur enn í vetrardvala í vestinu mínu. Þeir sem þekkja til mín vita náttúrulega að mér þótti þetta ekkert leiðinlegt, maður á aldrei of mikið af flugum. Hitt var verra að við þessi mistök mín sat ég uppi með tvö flugubox s.l. vor sem voru eiginlega ekki nýtileg lengur, öll sundurstungin, tætt og rifinn og ég gaf mér aldrei tíma í sumar að skipta þeim út.

Í haust tók ég öll vestisboxin og tæmdi þau yfir í geymsluboxin. Og viti menn, ég held að ég láti jólasveininn vita að mig vanti tvö flugubox í vestið. Held að það sé góð regla að taka til í þeim á haustin og kíkja á ástand þeirra.

Senda ábendingu

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com