Flýtileiðir

Langavatn 9.-11. júlí

Ágætis ferð í Langavatn í Borgarfirði.  Tókum heim með okkur 11 þokkalegar bleikjur eftir tvo daga, ef ég tel sunnudag ekki með vegna rosalegrar rigningar (hagl) rétt fyrir síðdegisveiðina sem sendi væntanlega allan fisk niður í dýpstu dýpi það sem eftir lifði dags. Frúin prófaði fluguna, en mest veiddum við á spún (svartur Toby) og eitthvað á maðk, en ‘Vinstri græn‘ og Dentist gáfu líka. Veiddum í sandfjörunni frá ósi Beilár og til norðurs. Prófuðum líka undir Réttarmúlanum og undir hrauninu að sunnan, en hvorugt gaf.

2 svör við “Langavatn 9.-11. júlí”

  1. Langavatn 8.- 10.júlí « FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] upp á sömu daga og í fyrra, brá veiðifélagið sér í Langavatn (sjá ferð 9.-11.júli 2010) og gerði bara ágætan túr. Vatnið er alveg að smella í gang, lífríkið að kvikna og […]

    Líkar við

  2. Langavatn í Borgarbyggð, 15. -17.júní « FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] Þar sem við tókum á okkur náðir með fyrra fallinu á laugardag var ég með frískasta móti á sunnudagsmorgun og var kominn í gallann rétt um kl.6 og lagður af stað fótgangandi undan Réttarmúlanum að Beilárósum. Veðrið lék við mig, stilla og kyrrð sem ég naut til hins ítrasta á meðan ég þræddi hvern veiðilegan staðinn á fætur öðrum á leiðinni til baka. Þegar ég var svo kominn aftur undir Réttarmúlann um kl.10 var afraksturinn, núll. Ekki einn einasti fiskur, ekki ein einasta taka, ekkert líf. Það var eins og allur fiskur hefði hrökklast út í dýpið undan kuldanum um nóttina, kannski ekki furða þar sem gránað hafði í fjöll. Það var svo ekki fyrr en eftir hádegið að frúin bætti einni bleikju við í safnið, annar fiskur var svo lítill að hann var losaður af í snatri og sleppt. Rétt um það bil sem við byrjuðum að taka okkur saman skall síðan á okkur þessi líka fína demba með trompi upp í erminni, hagléli. Ekki í fyrsta skiptið sem við upplifum slíkt við Langavatn, sjá hér. […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *