Flýtileiðir

Breiðdalsá 11.sept.

Mér er bara alveg sama þótt þessi mynd sé við greinina (öngull í rassi) því þessi ferð okkar vinnufélaganna austur í Breiðdal var alveg frábær. Fyrst af öllu, lipurð starfsmanna Veiðiþjónustunnar Strengja, veðrið lék við okkur allan daginn og umhverfið alveg einstakt. Við félagarnir áttum þrjár stangir á silungasvæðinu á laugardag. Vorum nokkuð tímanlega á ferðinni á föstudagskvöldið þannig að við renndum niður að veiðihúsi að leita frétta af veiði. Í stuttu máli, fáar sögur af silungasvæðinu sem hafði beinlínis farið hamförum vegna vatnavaxta síðustu daga. Útlitið var ekki gott… en eftir eitt stutt símtal við Þröst í Stengjum var okkur boðið að taka efstu svæðin í Suður- og Norðudal Breiðdals í stað þess að eyða öllum laugardeginum í að skanna neðstu svæðin í mjög miklu vatni. Hefði ég verið með sardínudós meðferðis hefði ég væntanlega náð að fylla hana og hefði félagi minn átt ódeigan Toby hefði hann væntanlega náð einum mjög vænum laxi rétt fyrir ofan Hamarsflöt (það sem sagt gaf sig þríkrækja á ‘gamla góða’ spúninum hans). Þótt ég hafi minna en ekkert vit á laxveiðiám, þá þori ég svo sannanlega að mæla með Breiðdalsá þó ekki væri nema silungasvæðinu að vori eða snemm sumars. Stórkostleg náttúra, fallegt árstæði og frábær þjónusta hjá Strengjum. Svo skemmir ekki heldur að ég náði að sjúga í mig alls konar vitneskju um fluguveiði í ám af félögum mínum og öðrum í veiðihúsinu.

Senda ábendingu

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com