Nýrað

Nýrað í Veiðivötnum hefur kveikt í mörgum veiðimanninum, en það má líka sleppa því að nefna Veiðivötn og einfaldlega segja að Nýrað hefur oft kveikt í veiðimönnum og ekki síður fiskum. Höfundur flugunnar, Jón Ingi Kristjánsson var svo vinsamlegur að hnýta eitt eintak af flugunni fyrir FOS og uppljóstra öllum leyndardómum hennar.

Sjálfur hef ég orðið vitni að undrum og stórmerkjum þegar þessi fluga hefur verið sett undir á meðan aðrar flugur voru hreint ekkert að gera fyrir geðsmuni veiðimanna. Flugan nýtur sín sérstaklega vel síðla sumars, hvort heldur í stilltu veðri eða brjáluðu, alltaf virðist fiskurinn sjá hana og ágirnast.

Myndirnar af flugunni sem hér birtast eru ef flugunni eins og Jón Ingi hnýtir hana til hversdagsbrúks, en til hátíðarbrigða er bætt við hana jungle cock kinnum og þannig svíkur hún ekki heldur.

Höfundur: Jón Ingi Kristjánsson
Krókur: B175 #4 eða sambærilegur
Þráður: 10/0 rauður
Skott: Olive marabou með tveimur Olive grizzly fjöðrum og 6 gull þráðum
Búkur: Golden Olive Chenille
Hringvaf: Rauð hanahálsfjöður
Kúla: Kopar 4.8 mm

Þá er ekkert annað en vinda sér í að hnýta Nýrað, hægt er að stöðva myndasýninguna hér að neðan til að skoða betur hvernig höfundurinn hefur sett hana saman .

Create a website or blog at WordPress.com