
Lakkrísfrauð
Þannig að því sé haldið til haga, þá er engin sérstakur höfundur að þessari flugu. Hún er til í ótal afbrigðum og hægt að finna hana undir næstum jafn mörgum heitum á netinu. Ástæðan fyrir því að hún birtist hér er einfaldlega til að gefa smá innsýn í það sem leynist í ‘standard’ fluguboxinu hjá undirrituðum.
Þetta er í raun afar einfaldur buzzer sem á að líkja eftir svartri klekju (e. emerger) og þá stóru toppflugunnar þar sem hún hangir í yfirborði vatnsins. Eini munurinn á þessari flugu og hefðbundum buzzer er að til að létta undir með klekjunni þar sem hún bíður þess að komast upp á yfirborðið, þá hefur smá frauði verið bætt við haus hennar.
Undirritaður hefur haft þessa flugu í stærðum #10 og #12 en náfrænku hennar sem ætlað er að líkja eftir brúnni klekju, hef ég hnýtt brúna og koparlitaða í stærð um #14 og #16 og til aðgreiningar kallað hana Súkkulaðifrauð.
Höfundur: óteljandi
Öngull: emerger eða grubber (#10 – #12)
Þráður: svartur, sverleiki að eigin vali
Vöf: silfurvír
Búkur: hnýtingarþráðurinn
Hnappi: frauð
Haus: örlítið af svörtu Ice Dubbing ef vill, annar bara svartur, lakkaður
Hér að neðan má sjá eitt af ótalmörgum myndböndum sem er hægt að finna á veraldarvefnum af sambærilegri flugu.
