Killer Bug

Sumar flugur eru einfaldlega svo einfaldar að það tekur því ekki að setja inn efnislista. Killer Bug er einmitt ein þessara flugna. Haft er eftir höfundi hennar, Frank Sawyer að honum nægðu fimm flugur til að geta veitt alls staðar. Auðvitað var Pheasant Tail ein þessara ásamt Killer Bug.

Ég hef lúmskan grun um að það séu frekar fáir veiðimennirnir hér á Íslandi sem þekki eða hafi prófað þessa flugu Sawyers, sem er í raun grátlegt því hún er virkilega veiðin þessi hnellna fluga. Uppskriftin hér að neðan er skv. klippu Davie McPhail en ég hvet lesendur til að skoða einnig myndband Oliver Edwards sem er í raun nær því sem Sawyer gerði á sínum tíma.

Að lokum; smá vísbending umefnisvalið. Þó Sawyer hafi notað Chadwicks 477 ullargarn, þá virkar íslensk ull frábærlega í þessa flugu, helst Létt Lopi sem losaður er sundur í þættina og spunninn rangsælis eftir að hann hefur verið festur niður, eða þá einband.

Höfundur: Frank Sawyer
Öngull: hefðbundin votflugukrókur #10 – #14
Þráður: Tan 6/0
Vöf: fínn eða miðlungs koparvír
Búkur: Chadwicks 477 ullargarn (íslenskur lopi)