Orðalisti með alfræðilegu ívafi. Efnistök miðast við stangveiði, sérstaklega fluguveiði og fluguhnýtingar.

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Þ Æ Ö

A

action [íslenska] hraði
adult [íslenska] fulltíða
afhleðsla – hugtak sem notað er um það þegar flugulína er lögð niður í framkasti og þar með er hleðslu stangarinnar leyft að færast út í línuna.[enska] unloading the rod
afleggjari – fluga sem hnýtt er með eigin taum fyrir ofan aðal-veiðifluguna til að auka möguleika á veiði á mismunandi dýpi.
[enska] dropper
AFTM AFTM er skammstöfun fyrir American Fishing Tackle Manufacturer’s Association sem hefur gefið út ‘staðal’ fyrir þyngd lína sem framleiðendur hafa notað til aðgreiningar.
agnhaldslaus öngull – öngull sem framleiddur er án agnhalds eða agnhald hefur verið klemmt saman. Notaður víða þar sem ‚veiða – sleppa‘ er stundað.
[enska] barbless
albright knot – hnútur sem oft er notaður til að tengja saman undirlínu og flugulínu.
antron – gerfiefni sem mikið er notað við fluguhnýtingar. Fæst sem fíngerð hár eða garn.
aquatic insect [íslenska] vatnaskordýr
arbor [íslenska] möndull
arbor knot – hnútur sem notaður er til að festa undirlínu við spólu veiðihjóls.
artic char [íslenska] bleikja
attractor [íslenska] skrautfluga

Aftur í stafrófið

B

backcast [íslenska] bakkast
backing [íslenska] undirlína
bakkast – sá hlutu kasts með flugustöng sem á sér stað fyrir aftan veiðimanninn
[enska] backcast
barbless [íslenska] agnhaldslaus öngull
barrel knot – sami hnútur og blóðhnútur
[íslenska] blóðhnútur
bass bug – frasi yfir ýmsar stórar þurrflugur sem notaðar eru við veiðar á aborra
beadchain [íslenska] vaskakeðja
beadhead [íslenska] kúluhaus
bekkfjöður gullfasana – fjaðrir sem notaðar er í stél á flugum, t.d. teal flugum eins og Teal and black.
birtingur – 1) einkenni þess stigs gyðlu þegar hún leitar upp á yfirborð vatns og myndbreytist í fulltíða skordýr
– 2) gælunafn á sjóbirtingi
[enska] emerger, seatrout
biots – fjaðrir, oftast notað til að líkja eftir fyrstu vængjum eða skott gyðlu.
bleikja – önnur algengasta tegund ferskvatnsfiska á Íslandi. Víða finnast tveir stofnar bleikju í hverju vatnakerfi en einstakt að allir fjórir finnist í sama kerfi eins og í Þingvallavatni. Rannsóknir hafa sýnt að skildleiki stofna er meiri innan hvers kerfis heldur en á milli vatnakerfa.
– 1) Dvergbleikja er smæst bleikju á Íslandi, yfirleitt á bilinu 7 – 24 sm. Heldur sig á grynningum og í efri hluta vatnsbolsins, lifir mest á vatnabobbum.
– 2) Murta er nokkru stærri en dvergbleikja, oft tekin í misgripum fyrir smávaxna/óþroska sílableikju.
– 3) Kuðungableikja getur orðið 25-50 sm. fullvaxin. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi, heldur leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmiss botnlæg dýr.
– 4) Sílableikjan er stærst bleikju á Íslandi, heldur sig djúpt í vatnsbolnum en þó má vænta hennar á öllum búsvæðum bleikju.
[enska] Arctic char
[latína] Salvelinus alpinus
blóðhnútur – vinsæll hnútur til að tengja saman tvær einþátta línur, t.d. taum og taumaefni
[enska] blood knot
blý – notað til að þyngja flugur, oftast sem vír vafinn um legg eða við haus flugu. Á síðari tímum hafa umhverfisvænari málmar komið til sögunnar, eins og t.d. tungsten sem er þar að auki mun eðlisþyngri.
[enska] lead
bobbin holder [íslenska] keflishaldari
bodkin [íslenska] nál
body [íslenska] bolur
bolskegg – fjaðrir bundnar undir og rétt aftan við haus flugu sem mynda skegg á hana.[enska] hackle
bolur – sá hluti flugu sem staðsettur er aftan við haus eða frambol hennar og nær aftur að skotti.
braided [íslenska] ofin(n)
breaking strength [íslenska] slitstyrkur
bræða – hugtak sem gjarnan er notað um það þegar tvær eða fleiri fjaðrir eru lagðar saman til að mynda einn væng á flugu.
[enska] meld
bucktail – 1) hár úr hala karlkyns dádýrs, notað í flugur af ýmsum gerðum, litað eða ólitað
– 2) heiti á veiðiflugu sem er eftirlíking straumlalla [enska] minnow
[íslenska] dádýrshár

Aftur í stafrófið

C

cabe sjá skýringar [íslenska] hnakki
caddis [íslenska] vorfluga
casting arc [íslenska] kastferill
cheeks [íslenska] kinnar
chenille – hnýtingarefni sem líkist linum pípuhreinsara og er notað sem búkefni í ýmsar flugur. Fáanlegt í ýmsum litum, sverleika, glitrandi eða matt.
clinch knot – algengur öngulhnútur. Afbrigði hans er Improved Clinch Knot sem almennt er talinn sterkari en frumgerðin.
cock neck [íslenska] hanahnakki
collar [íslenska] kragi[íslenska] kápa
conehead [íslenska] keiluhaus
covert [íslenska] stélþökur
crystal flash – mjög glitrandi þræðir úr gerfiefni til að auka á aðdráttarafl flugna.

Aftur í stafrófið

D

damselfly – smávaxin fluga, lík drekaflugu en fellir vængina meðfram síðunni í hvíld.
dautt rek – veiðiaðferð með þurrflugu og gyðlu (nymph) þar sem flugan er látin reka með straumhraða
[enska] dead drift
dead drift [íslenska] dautt rek
deer hair [íslenska] hjartarhár
double haul [íslenska] tvítog
double hook [íslenska] tvíkrækja
double taper [íslenska] DT
drag – notað til að lýsa áhrifum vatns á hegðun flugu sem verður til við snertingu taums og/eða línu við vatnsyfirborðið. Oftast ósæskilegt þar sem það dregur úr trúverðugleika agnsins (flugunnar) en þó notað einstaka sinnum til að ýkja hreyfingar vorflugueftirlíkinga á yfirborðinu.
dropper [íslenska] afleggjari
dry fly [íslenska] þurrfluga
dry fly floatand [íslenska] þurrflugusprey
DT – ‚Double taper‘ flugulínur eru eins til beggja enda. Vinsælar hjá silungsveiðimönnum þar sem þær henta vel til styttri kasta og veltiköst.  Fáanleg hvort heldur sem flot- eða sökklína. Einkennd með (DT)
[enska] double taper, DT
dubb / dubbing [íslenska] döbb
dun [íslenska] sjá: dægurfluga
dægurfluga – dægurfluga hefur mjúkan búk og langa vængi. Gyðlur hennar alast upp í vötnum og þroskast á um einu ári og skríða þá á land og vængjast, þó ekki endanlega því fyrstu vængjuðu dægurflugurnar eru ekki kynþroska. Eftir enn ein hamskiptin verða þær kynþroska og lifa þá aðeins í um sólarhring.
[enska] mayfly;
[latína] cloeon simile (sú sem lifir á Íslandi)
döbb / döbba – 1) efni sem notað er til að klæða búk eða frambol flugu með hárum sem vafið erum hnýtingarþráð. Efnið getur verið hvort heldur úr gerfiefni eða náttúrulegt t.d. unnið úr skinni héra eða kanínu. Samheiti á íslensku; bolklæða– 2) það að klæða búk flugu með þar til gerðum hárum.
[enska] dubb, dubbing

Aftur í stafrófið

E

einfaldur vængur – vængur á flugu sem útbúinn er úr einni fjöður í stað tveggja eða fleiri.
[enska] strip wing
einkrækja – einfaldur öngull.[enska] single hook
einþáttungur – lína eða taumur úr einþátta gerfiefni, oftast úr nylon, PE eða PVC. Notað í tauma og taumaefni ásamt hefðbundnu girni.
[enska] monofilament
emerger [íslenska] birtingur

Aftur í stafrófið

F

F – Floating fly line
[íslenska] flotlína
F/S – merking flugulínu þar sem línan sjálf er flotlína (F) en endi hennar er sökklína (S).  Oftast er hægt að velja um enda í mismunandi lengdum frá 4 fetum og upp í 30 fet. Þessi tegund línu er oftast notuð við veiðar með straumflugu eða votflugu.
[enska] sink-tip fly line
fals kast – aðferð við fluguveiðar þegar lengja skal í línu án þess að láta fluguna setjast á vatnborðið.
[enska] false cast
false cast [íslenska] fals kast
festa fluguna – hugtak sem notað er um það þegar veiðimaðurinn tryggir fluguna í fiskinum þegar hann hefur tekið hana. Oftast gert með ákveðnu átaki, gjarnan með því að lyfta stönginni um leið eða ör-skömmu eftir að fiskur hefur tekið flugu. Styrkur átaks og tímasetning er mjög breytileg eftir aðstæðum hverju sinni.
[enska] strike
fjaðurtöng – töng með flötum, gjarnan fóðruðum kjálkum sem notuð er til að vefja háls- eða hnakkafjöður um flugu.
flank feather [íslenska] síðufjöður
flashabou -glitrandi þræðir úr mylar efni, notaðir með öðru hnýtingarefni til að auka á aðdráttarafl flugna.
flísatöng – töng sem mikið er notuð við fluguhnýtingar.[enska] spear player
floating fly line [íslenska] flotlína
flos – mikið notað búkefni í flugur, sér í lagi straumflugur. Framleitt úr náttúrulegum efnum og gerfiefnum eins og rayon, akríl eða antron.
floss [íslenska] flos
flotlína – flugulína sem flýtur á yfirborði vatnsins. Almennt talin besta alhliða flugulínan, oft í áberandi lit þannig að veiðimaðurinn sjái hana betur. Einkennd með (F)
[enska] floating fly line, F
fluguhjól – veiðihjól sem notast við fluguveiðar. Helstu tegundir eru 1) Einfalt sem þýðir að hver hlutfall inndráttar er 1:1, 2) Gírað sem þýðir að hver snúningur handfangs er margfaldaður í snúningi spólu, algengasta hlutfall er 1:2, 3) Stiglaust hjól er þannig útbúið að veiðimaðurinn getur stillt hlutfall sveifar á móti spólu.
[enska] fly reel
flugulína – lína sem tengd er baklínu á veiðihjóli, oftast gerð úr plasthúðuðum kjarna sem gerður er úr ofnum dacron eða nylon kjarna. Til í mörgum gerðum og útfærslum.
[enska] fly line
flugustöng – tegund veiðistangar sem notuð er við fluguveiðar, hönnuð til að kasta flugulínu. Flestar framleiddar úr grafít, áður úr trefjaplasti eða bambus.
[enska] fly rod
fly line [íslenska] flugulína
fly reel [íslenska] fluguhjól
fly rod [íslenska] flugustöng
foam [íslenska] frauð
forceps – tangir, ekki ósvipaðar skærum, með flötum endum sem notaðar eru til að losa króka (flugur) úr fiski og ýmissa annarra nota í veiði.
forward cast [íslenska] framkast
forward taper [íslenska] fram spíruð lína
fram spíruð lína – flugulína sem mjókkar fram
[enska] forward taper
framkast – sá hluti flugukasts sem á sér stað frá og fram fyrir veiðimanninn. Sé horft til klukkunnar er þetta sá hlutu sem á sér stað frá 13 og 9.
[enska] forward cast
framsetning – lýsir því ferli að leggja fluguna á vatnið og ná því að líkja raunhæft eftir hreyfingum og atferli þess sem flugan á að líkjast. Framsetningar flugu eru óendanlega margar og mismunandi.
[enska] presentation
framþung lína – algengasta gerð flugulínu þar sem mest öll þyngd hennar er falin í fyrstu 30 – 40 fetunum en þar fyrir aftan tekur við grennri lína sem rennur vel í gegnum lykkjurnar á stönginni.
[enska] weight forward , WF
frauð – frauðplötur sem notaðar eru að mestu í búk fyrir stærri steinflugueftirlýkingar en hafa verið að ryðja sér til rúms við hnýtingu á klakflugueftirlýkingum almennt.[enska] foam
fulltíða – fullvaxta, vængjað vatnaskordýr. Komið á æxlunarstig[enska] adult

Aftur í stafrófið

G

gára

– notað yfir það þegar veiðimaður notar gárutúpu eða flugu hnýtta á taum með portlandsbragði til að framkalla gáru á yfirborði vatns til að vekja áhuga fisks. Helst notað í straumvatni en einstaka veiðimenn hafa náð leikni með gáratúpum í stöðuvötnum, helst þá þegar fiskur er sýnilegur.

[enska] hitch

gnat [íslenska] mý
golden pheasant tippets [íslenska] bekkfjöður gullgasana
grafít – vinsælasta efnið til framleiðslu á flugustöngum nú til dags, bíður mestan styrk og sveigju m.v. þyngd efnis
[enska] graphite
graphite [íslenska] grafít
gyðla – ungviði skordýrs sem tekur á sig ófullkomna myndbreytingu, þ.e. þroskast frá eggi til gyðlu og frá gyðlu til fulltíða.
[enska] nymph

Aftur í stafrófið

H

hackle – af fugli: [íslenska] hnakki- á flugu: [íslenska] bolskegg
hackle plier [íslenska] fjaðurtöng
haul [íslenska] tog
half hitch – hnútur sem notaður er við fluguhnýtingar. Hnýtingarþræðinum snúið og brugðið um fluguna og hert að, oft nokkrum sinnum þar sem hann er ekki eins öruggur og t.d. Whip finish.
hanahnakki – stuttar fjaðrir, fengnar af aftanverðum hálsi karlkyns hænsnfugla. Nokkuð stífari heldur en hænufjaðrir. Gjarnan litaðar í ýmsum litum.[enska] cock neck
hatch [íslenska] klak
hen hackle – hænuhnakkafjöður, sjá hænuhnakki
hen neck [íslenska] hænuhnakki
herl – stakir þræðir sem teknir eru úr stórum fjöðrum, algengast páfugla (peacock herl) og notaðar í vinsælar flugur eins og t.d. Peacock.
hitch [íslenska] gára
hjartarhár – holt hár af hirti, notað í flugur eins og Humpy og ýmsar minnow eftirlíkingar.
[enska] deer hair
hjólsæti – festing á veiðistöng þar sem veiðihjólið er fest við hana, oftast einn eða fleiri skrúf-hringir sem hertir eru að veiðihjólinu.
hlaða stöngina [íslenska] hleðsla
hleðsla – hugtak sem notað er um það þegar flugustöng stífnar (hleðst) við átak þess þegar flugulínan ferðast fram og til baka í loftinu. Hleðslu er einnig hægt að ná fram með því að láta línuna eða tauminn dragast eftir vatnsyfirborðinu eins og t.d. í Spey köstum. Hleðsla stangar er skilyrði þess að unnt sé að láta línuna renna fram úr stönginni, kasta línunni. Í fals kasti er stönginn ítrekað hlaðinn milli þess að meiri línu er hleypt út af henni í hverju framkasti. Auka má hleðslu stangar í hverju kasti með togi (haul) eða tvítogi (double haul).
[enska] loading the rod
hnakki – fjaðrir til fluguhnýtinga, teknar af tveimur stöðum á fuglinum; söðulfjaðrir (saddle) af síðu fuglsins og hnakkafjaðrir (cape) af hnakka og ‘öxlum’. Greinarmunur gerður á hnakkafjöður hana og hænu þar sem gróf- og stífleiki þeirra er mismunandi. Fjaðrir gjarnan litaðar í ýmsum litum.
[enska] hackle
hnýtingarþvinga – áhald notað til að halda öngli meðan fluga er hnýtt.
hnýttur taumur – taumur sem útbúinn er með samsetningu misþykkra einþátta efna. Til samsetningar eru oftast notaðir hnútar eins og blóðhnúturinn eða skurðlæknahnútur.
[enska] knotted leader
hol hár – hár af ýmsum dýrum notuð til fluguhnýtinga þar sem sóst er eftir ákveðnu floti. Hár t.d. af antílópu, hjartardýri og elg eru hol.
[enska] hollow hair
hollow hair [íslenska] hol hár
hook
hook eye
hook head
hook carve
hook shank
hook bend
hook gap
hook point
[íslenska] öngull
hraði – órætt hugtak sem notað er um eiginleika flugustanga. Stangir eru sagðar hraðar, millihraðar eða beinlínis hægar. Hraðar stangir eru að öllu jöfnu stífar, bogna meira í toppinn og ná að kalla fram meiri línuhraða og því mögulega lengri köst. Hægar stangir eru að sama skapi linar, bogna nokkuð jafnt, ná ekki eins miklum línuhraða en mörgum veiðimanninum þykir þær hlýðnari og láta betur að stjórn.[enska] action
hringvafið skegg – sjá kragi
hægsökkvandi – flugulína sem hefur sem næst sömu eðlisþyngd og vatn, sekkur aðeins undir yfirborðið
[enska] intermediate, I
hænuhnakki – stuttar fjaðrir, fengnar af aftanverðum hálsi kvenkyns hænsnfugla. Gjarnan litaðar í ýmsum litum.

Aftur í stafrófið

I

I – intermediate
[íslenska] hægsökkvandi
indicator [íslenska] tökuvari
inndráttur – lýsir því hvernig veiðimaður dregur fluguna aftur til sín, hvort heldur með því að taka í línuna með mismunandi aðferðum eða vinda hana inn á hjólið.

Aftur í stafrófið

J

jafngild lína – flugulína sem er jöfn af sverleika alla leið, enginn belgur. Oftast er um flotlínu (F) að ræða sem erfitt er að kasta og leggst ekki eins vel og t.d. WF lína.
[enska] level line

Aftur í stafrófið

K

kastferill – ferill (bogi) flugustangar frá fremstu stöðu í þá öftustu og til baka. Oft skýrður með samanburði vil klukku þar sem fremsta staða er kl.9, efsta staða kl.12, aftara stopp kl.13 og fremra stopp kl.11
[enska] casting arc
kápa – hárkragi rétt aftan við höfuð á grasfiðrildum (muddler)[enska] collar
keflishaldari

– áhald sem notað er til þess að skammta hnýtingarþráð við fluguhnýtingar.

[enska] bobbin

keiluhaus – keila úr brass, kopar, stáli eða tungsten sem notuð er í straumflugur til að þyngja þær.
kinnar – fjaðrir sem bundnar eru á síðu/hlið flugu rétt fyrir aftan höfuðið.
klak – þegar skordýr (flugur) klekjast og leita upp á yfirborð vatns. Þekktur frasi í enskri tungu er „match the hatch“ þ.e. finna rétta agnið miðað við klakið sem á sér stað í vatninu þá stundina.
[enska] hatch
knotless tapered leader [íslenska] spíraður taumur
knotted leader [íslenska] hnýttur taumur
kragi

– sá hluti flugunnar sem er festur rétt aftan við haus hennar, oftast hringvafin fjöður eða döbb úr hárum t.d. hérahári. Gengur einnig undir heitinu hringvafið skegg.

[enska] collar

krókur – krókur / öngull sem notaður er til veiða. Stærðir króka eru gefnar upp í tölum frá 20/0 (stærstur) niður í 32 (minnstur). Algengustu stærðir króka t.d. til silungsveiða eru frá 8 – 14.
[enska] hook
kúluhaus 1) Kúla, oftast búið að snara úr öðru gatinu þannig að auðveldara sé að binda þétt upp að henni. Til úr ýmsum efnum, s.s. brass, kopar, stáli eða tungsten.
– 2) Fluga sem þyngd er með kúluhaus. Upphafsmenn slíkra flugna má telja t.d. Roman Moser og Theo Bakelaar.
[enska] beadhead

Aftur í stafrófið

L

larva [íslenska] lirfa
lead [íslenska] blý
level line [íslenska] jafngild lína
leggur – leggur önguls, frá auga og aftur að öngulbeygju.[enska] shank
lirfa – ungviði skordýrs sem tekur á sig fullkomna myndbreytingu, þ.e. þroskast frá eggi til lirfu, frá lirfu til púpu og púpu til fulltíða.
[enska] larva
loading the rod [íslenska] hleðsla

Aftur í stafrófið

M

mallard [íslenska] stokkönd
mayfly [íslenska] dægurfluga
marabou – mjúkar, næstum loðnar fjaðrir af storki eða kalkún. Vinsælar í margar gerðir straumflugna, s.s. Nobbler og sem fylling í væng á Black Ghost. Gjarnan litaðar í ýmsum litum.
meld [íslenska] bræða
mending [íslenska] vippa
midge [íslenska] mý
minnow [íslenska] straumlalli
monofilament [íslenska] einþáttungur
mylar tube / pipe – hnýtingarefni sem kom fram á sjónarsviðið á 5.áratug síðustu aldar. Mylar er mjög hitaþolið og slitsterkt. Notað sem búkefni, oftast þrætt upp á öngulinn.

– mý er fluga í og við vötn af ættinni Chronomidae. Þær tilheyra tvívængjum (Diptera) og hér á landi eru þekktar yfir 80 tegundir mýs og eru þær afar mikilvægar í vistkerfum vatna og eru gjarnan undirstöðufæða silungs.
[enska] midge, gnat
möndull – miðja spólu á veiðihjóli, sá hluti spólunnar sem undir- og flugulínan vefst utan um. Large arbor spólur hafa rutt sér til rúms hin síðari ár, hannaðar með það fyrir augum að auka sporvídd þá sem línunni er vafið utan um til að varna því að línur ‚krullist‘ þegar þær renna fram af hjólinu.
[enska] arbor

Aftur í stafrófið

N

nail knot – hnútur sem notaður er til að tengja saman taum og línu eða línu og undirlínu.
narrow loop [íslenska] þröngur sveigur
nál – margnota áhald sem notað er m.a. til að lakka flugur, ýfa dubbing o.s.frv.
[enska] bodkin
nymph [íslenska] gyðla
nymphing – 1) hugtak sem notað er um það þegar fiskur sækir í gyðlur við yfirborðið. Ekki alltaf auðvelt að gera greinarmun á þessu og því þegar fiskur er að éta fullvaxta skordýr.
– 2) hugtak sem rutt hefur sér til rúms sem lýsa á veiðiaðferð með gyðlum og/eða krappa eftirlíkingur s.b. czech nymphing

Aftur í stafrófið

O

open loop [íslenska] víður bugur

Aftur í stafrófið

P

perfection loop – hnútur sem notaður er til að gera lykkju á enda línu eða taums.
pick-up & lay down – 1) æfing sem notuð er til þess að skerpa á nauðsyn þess að leyfa línunni að rétta úr sér í fram- og bakkasti þannig að góður bugur myndist. Heimild:Hilmar Jónsson
– 2) hugtak sem lýsir kasttækni sem felur í sér að lyfta línunni upp af vatnsborðinu og nota aðeins eitt bak- og framkast til að leggja línuna aftur niður. Oftast notað með straum- eða votflugu þar sem miklu gildir að hafa fluguna sem lengst í vatninu. Heimild: Orvis.co.uk – Glossary
presentation [íslenska] framsetning
pupa [íslenska] púpa
púpa – eitt af þroskastigum skordýrs sem tekur á sig fullkomna myndbreytingu, þ.e. þroskast frá eggi til lirfu, frá lirfu til púpu og púpu til fulltíða.
[enska] pupa

Aftur í stafrófið

Q

quill – fjöður, frekar stór, stinn fjöður, fjöðurstafur. Oftar en ekki lituð, notuð í væng á flugu.

Aftur í stafrófið

R

reel seat [íslenska] hjólsæti
rennslislína – þunn lína eða línuhluti sem er aftan við skothaus línu. Getur verið úr 20 – 30 lb. eingirni, ofnu nylon eða þunnri flotlínu. Oftast u.þ.b. 100 fet að lengd.
retrieve [íslenska] inndráttur
roll cast [íslenska] veltikast
running line [íslenska] rennslislína

Aftur í stafrófið

S

S [íslenska] sökklína
s cast [íslenska] s kast
s kast – kasttegund sem notuð er þegar veiðimaður eykur slaka á flugulínu með því að hrista stöngina tilhliðanna þegar flugan er lögð niður. Við þetta eykst slaki línunnar á vatninu og rek hennar verður hægara.
[enska] s cast
saddle hackle [íslenska] söðulfjöður
salmo trutta [íslenska] urriði
scissor [íslenska] skæri
sea trout [íslenska] sjóbirtingur
setting the hook [íslenska] festa fluguna
sjóbirtingur – urriði sem heldur kyrru fyrir í ám og vötnum fyrstu árin en gengur síðan í sjó ár hvert og dvelur þar í 4 – 5 mánuði.
[enska] sea trout
[latina] salmo trutta
sjóbleikja – bleikja sem gengur í sjó í apríl eða maí og dvelur þar allt sumarið, Gengur aftur upp í ár og vötn í sept. og okt.
shank [íslenska] leggur
shooting head [íslenska] skothaus
shotting taper [íslenska] skotlína
silungur – samheiti smærri fiska af stofninum Salmonidae, oftast haft um urriða og bleikjur
[enska] trout
single haul [íslenska] tog
single hook [íslenska] einkrækja
sink rate [íslenska] sökkhraði
sinking fly line [íslenska] sökklína
sink-tip fly line [íslenska] F/S
síðufjöður – fjöður af síðu fugls, undan væng.
skegg – sá hluti flugu sem oftast er myndaður með fjöður sem bundin er undir legg, rétt aftan við haus hennar.[enska] throat
skotlína – ST flugulínur eru stuttar, 30-38 fet, hannaðar til að ná sem lengstu kasti með sem minnstri fyrirhöfn.
[enska] shooting taper, shooting head, ST
skrautfluga – fluga sem hnýtt er án beinnar samsvörunar við eitthvað sem finnst í lífríkinu, helsta markmið hennar er að glepja fisk, vekja forvitni eða árásarhneigð hans.
[enska] attractor
skurðlæknahnútur – góður hnútur til að skeyta saman línur óháð sverleika þeirra.
[enska] surgeon‘s knot
skæri – skæri
slitstyrkur – sá kraftur sem þarf til að slíta einþátta eða fjölþátta línu, oftast mældur í pundum t.d. 6 lb.
[enska] breaking strength
spear player [íslenska] flísatöng
spíraður taumur – taumur sem oftast er framleiddur úr einþátta efni (PVC, PVDF), frammjór, heill frá flugulínu og fram á enda (knotless) eða samsettur (knotted).  Algengasta gerð tauma við fluguveiðar. Sjá nánar: taumar
[enska] knotless tapered leader, tapered leader
spírun – lýsing á því að lína eða taumur eru kónískir, þ.e. þvermálið minnkar frá einum endanum til annars. Sé stefna spírunar ekki sérstaklega gefin upp er oftast átt við fram spírun, þ.e. þvermálið er meira næst veiðimanninum en næst flugunni/fiskinum.
[enska] tapered
spool [íslenska] spóla
spóla – sá hluti veiðihjóls sem geymir flugulínuna
[enska] spool
ST [íslenska] skotlína
stokkönd – fjaðrir af stokkönd eru mikið notaðar í flugur, t.d. í fætur á gyðlur og vængi vor- og straumflugna. Gjarnan litaðar í ýmsum litum.
stacker [íslenska] staflari
staflari – áhald notað til að stafla hárum þannig að auðveldara sé að festa þau  niður í ákveðna lengd á flugu.
steinfluga – mikilvæg fæða vatnafiska um víða veröld, en hér á landi finnst aðeins ein ófleyg tegund hennar, Capnia vidua sem finnst víða snemma vors og þá helst þegar gyðlur hennar skríða upp að vatnsborðinu og fulltíða dýrin fara á stjá.
[enska] stonefly
[latína] plecoptera
stélþökur – fjaðrir sem þekja neðri hluta flug- og stélfjaðra fugla.
stonefly [íslenska] steinfluga
straumfluga – fluga sem hnýtt er sem eftirlíking smáfiska og seyða, venjulega hnýtt með fjaður- eða hárvæng. Hnýtt í mörgum stærðum.
[enska] streamer
straumlalli – smávaxin fiskur af vatnakarpaætt[latína] Phoxinus laevis
streamer [íslenska] straumfluga
strike [íslenska] taka, festa fluguna
strike indicator [íslenska] tökuvari
strip wing [íslenska] einfaldur vængur
surgeon‘s knot [íslenska] skurðlæknahnútur
söðulfjöður – langar, oftast mjóar fjarðrir af hænu sem teknar eru af baki eða afturhluta hennar.
sökkhraði – sá hraði sem lína eða taumur sekkur  í vatni, mælt í tommum á sek (ips)
[enska] sink rate
sökklína – flugulína sem er hönnuð þannig að hún sekkur öll undir yfirborð vatnsins. Til með mismunandi sökkhraða.
[enska] sinking fly line, S

Aftur í stafrófið

T

tapered leader [íslenska] spíraður taumur
taumaefni – það girni sem fest er fremst á taum og flugan er fest í. Sjá nánar: taumar
[enska] tippet
taumur – taumur er festur fremst á flugulínuna og við hann er hnýtt taumaefni. Annar endir taumsins er oftast í sverleika sem næst flugulínunni en mjókkar fram þannig að hann leggi fluguna eins vel fram og unnt er. Algengustu taumarnir eru einkenndir í X stærðum sem er þvermál hans þar sem hann er grennstur, 0X sverast og 7X grennst. X stærðir segja ekkert til um styrk taums, aðeins þvermál hans. Sverari taumar eru oftast tilgreindir með slitstyrk í pundum (lb). Taumar eru framleiddir úr ýmsum efnum, einþátta úr nylon eða fluorcarbon eða fjölliða með ofnum kjarna. Þumalputtaregla fyrir vali taums: Stærð flugu / 3 = taumur (X)
[enska] leader
throat [íslenska] skegg
tight loop [íslenska] þröngur sveigur
tippet [íslenska] taumaefni
tinsel – oftast vafið um búk flugu til að gera hana meira áberandi eða líkja betur eftir ljósbrigðum sílis í vatni. Til í mörgum útgáfum; flatt, hamrað (gjarnan eilítið gegnsætt) eða ávalt.
[íslenska] samkv. orðabók: englahár en það heiti er frekar notað um fíngerðara efni.
tog – lýsing á því þegar veiðimaður togar í flugulínuna til að auka hleðslu stangarinnar í bakkasti eða framkasti. Sé togað á réttu augnabliki hleðst stöngin fyrir tilverknað aukins hraða línunnar. Sjá nánar: tví-tog
[enska] haul, single haul
trichoptera [íslenska] vorfluga
trout [íslenska] silungur
turn over – hugtak sem notað er um það hvernig taumur og fluga leggjast í kasti t.d. ef reynt er að kasta mjög þungri túbu eða flugu sem hefur mikla vindmótstöðu með línu sem er ætluð í að kasta þurrflugum, þá hefur línan ekki byggingu til þess að geta rétt úr taumnum og flugunni/túbunni þ.e. poor turn over.
tvíkrækja – tvöfaldur öngull.[enska] double hook
tví-tog – lýsing á því þegar veiðimaður togar í flugulínuna bæði í fram og bakkasti til að auka hraða hennar og þar með hleðslu stangarinnar. Sé togað á réttu augnabliki hleðst stöngin og kastlengd eykst til muna.
[enska] double haul
tökuvari – hnúður eða flipi sem festur er á flugulínu eða taum til að gefa veiðimanninum til kynna þegar fiskur hefur tekið flugu.
[enska] indicator, strike indicator

Aftur í stafrófið

U

undirlína – sá hluti flugulínu sem festur er við veiðihjólið, venjulega úr ofnu gerfiefni s.s. dacron eða nylon
[enska] backing
unloading the rod [íslenska] afhlaða stöng
urriði – einn algengasti vatnafiskurinn á Íslandi. Hér á landi finnst s.k. Ísaldarurriði sem hefur þá sérstöðu meðal silunga í heiminum að hann hefur verið innilokaður í vötnum á hálendi Íslands frá lokum síðustu ísaldar.
[enska] brown trout
[latína] salmo trutta

Aftur í stafrófið

V

vaskakeðja – keðja sem er sett saman úr mörgum kúlum, gjarnan notuð til að halda vasktappa.  Önnur og skemmtilegri not eru af henni klipptri niður í pör af kúlum og notuð sem augu á flugur, t.d. Nobbler.[enska] beadchain
vatnaskordýr – skordýr sem elur hluta æfinnar í vatni.[enska] aquatic insect
veltikast – ein þriggja algengustu aðferða við flugukast, gerir veiðimanninum kleyft að kasta línu án bakkasts t.d. undir háum bakka eða í skjóli trjáa. Einstaklega góð leið til að eiga við þungar línur t.d. sökklínur eða köst með þungum sökktaum.
vest [íslenska] vesti
vesti – klæðnaður veiðimanns, útbúinn mörgum vösum, krókum eða lykkjum til að geyma ýmis áhöld og tæki sem gott er að hafa tiltæk við veiðar.
[enska] vest
vindhnútur – hnútur sem myndast á flugulínu, taum eða taumaefni þegar efri hluti flugulínu í fram- eða bakkasti flækist fyrir þeim neðri. Að ósekju hefur vindi verið eignaðir hnútar sem þessir en þeir ættu alfarið að skrifast á lélega kasttækni veiðimannsins, ofnotuð afsökun. Vindhnúta ætti að fjarlægja strax af taum eða taumaefni þar sem þeir veikja efnið í það minnsta um helming.
[enskar] wind knot
vinyl rip – vinyl þráður sem notaður er til að byggja búk á púpur og gyðlur, t.d. Krókinn og Rolluna. Til í ýmsum litum.
vippa – aðferð notuð til að lagfæra stöðu flugulínunnar á vatninu eftir að hún hefur verið lögð út, framkvæmd með því að vippa línunni til á vatnsborðinu með ákveðinni hliðarsveiflu stangar. Að vippa andstreymis hægir á reki flugunnar, að vippa með straum hraðar reki hennar.
[enska] mending (hitch, riffling hitch)
vise [íslenska] hnýtingarþvinga
víður bugur – hugtak sem notað er um vítt bil á milli efri og neðri hluta línu í kasti. Víður bugur fæst með hringlaga ferli stangar topps.
[enska] open loop
vorfluga – eitt útbreiddasta vatnaskordýrið í heiminum, líkist fiðrildi. Á frumstigum lifir það í vatni þar sem lirfan byggir utan um sig slíður úr plöntuleyfum eða sandi. Helsta æti  eru lifandi eða dauðar vatnaplöntur og þörungar. Á Íslandi hafa fundist á annan tug tegunda vorflugna. Fulltíða dýr eru helst á ferð þegar líða tekur á sumar.
[enska] caddis
[latína] trichoptera
votfluga – flugur sem ætlað er að veiða undir yfirborði vatns. Púpur og straumflugur teljast til votflugna.
[enska] wet fly
vöðlur – tvær tegundir vöðla eru lang algengastar; neophren vöðlur sem eru vel einangrandi og henta vel til veiða í köldum stöðuvötnum, snemma vors eða að hausti. Hin tegundin eru öndunarvöðlur sem eru öllu meðfærilegri og henta mun betur þeim veiðimönnum sem kjósa eða þurfa að hafa mikla yfirferð um veiðisvæðið.
[enska] waders

Aftur í stafrófið

W

waders [íslenska] vöðlur
weight forward [íslenska] framþung lína
wet fly [íslenska] votfluga
WF [íslenska] framþung lína
whip finish – hnútur sem notaður er við fluguhnýtingar. Oft framkvæmdur með þar til gerðu tóli Whip finisher en vel gerlegur með fingrunum. Sjá leiðbeiningar hér.
whip finisher – áhald sem notað er til að hnýta endahnút á flugur, auðveldar að útbúa tvöfaldan hitch hnút á fluguna.
wind knot [íslenska] vindhnútur

Aftur í stafrófið

X

X – mælieining á tauma og taumaefni. Sjá nánar: taumar

Aftur í stafrófið

Y


Z


Þ

þröngur bugur – hugtak sem notað er um bilið á efri og neðri hluta línu í kasti, best líst með bókstafnum U á hlið. Þröngur sveigur á línu er framkallaður með þröngum kastferli stangar.
þurrfluga – flugur sem veiða á yfirborði vatnsins, algengasta eftirlíking fullvaxta vatnaflugu.
[enska] dry fly
þurrflugusprey – gerfiefni s
em úðað er á þurrflugur til að auka flothæfni þeirra.
[enska] dry fly floatant

Aftur í stafrófið

Æ


Ö

öngull 1 [íslenska] auga, [enska] hook eye
2 [íslenska] höfuðstæði, [enska] head
3 [íslenska] öngulbrík, [enska] hook carve
4 [íslenska] skeggstæði, [enska] barb
5 [íslenska] leggur, [enska] hook shank
6 [íslenska] öngulbeygja, [enska] hook bend
7 [íslenska] agnhald, [enska] barb
8 [íslenska] öngulbil, [enska] hook gap
9 [íslenska] öngulbroddur, [enska] hook point
10 [íslenska] öngullengd, [enska] length of hook

Aftur í stafrófið