Ég hef það á tilfinningunni að klúbbar og einstaklingar hafi fært sig töluvert yfir á samfélagsmiðla eins og Facebook og því fari minna fyrir þeim á eigin síðum og sumar hverjar hafa jafnvel lagt upp laupana. Persónulega finnst mér þetta miður, því góð grein um veiði og veiðiferðir nýtur sín mun betur á bloggsíðu heldur en sem stöðufærsla á samfélagsmiðli.

Sjálfur leita ég oft í greinar veiðibloggara í ýmsum pælingum mínum, þykir gott að geta flett upp þeirra ferðum og athugasemdum á ákveðnum vefsíðum frekar en leita í ótilgreindum fjölda færslna á samfélagsmiðlum. Hér til hliðar hef ég safnað saman þeim pistalhöfundum á Íslandi sem eiga virk vefsetur, en misjafnt er þó hve virkir þeir eru.

Ég hef ekki lagt í það verk að setja hér inn lista þeirra erlendu bloggara sem ég fylgist með, þeir skipta hundruðum og sá listi yrði allt of langur.