Whip í höndunum – Skýringarmynd

Sjálfur nota ég ekki nein tól við að hnýta endahnútinn á flugurnar mínar. Til gamans setti ég saman fáeinar skýringarmyndir af því hvernig ég set endahnútinn í höndunum.

Það er nokkuð misjafnt hvort menn vefja alltaf réttsælis um öngulinn eða velta lykkjunni á milli vafninga. Báðar aðferðirnar mynda í raun sama hnútinn að lokum.

Smellið fyrir stærri mynd

Vinsælustu flugurnar

Ég var að leika mér aðeins með þekktan lista yfir veiðistaði og fengsælar flugur sem hægt er að kaup á flugur.is Í þessum lista sem Sigurður Pálsson tók saman eru tilgreindir 200 veiðistaðir og þær flugur sem taldar eru fengsælastar á hverjum stað. Auðvitað er þessi listi aðeins ætlaður til leiðbeiningar um fluguval á hverjum stað, en það getur líka verið gaman að skoða hann út frá öðru sjónarhorni.

Oftast nefndu flugurnar eru:

  1. Dentist, 47 sinnum
  2. Peter Ross, 46 sinnum
  3. Watson’s Fancy, 41 sinnum
  4. Svört Frances, 39 sinnum
  5. Teal and Black, 38 sinnum
  6. Black Gnat, 37 sinnum
  7. Black Ghost, 30 sinnum
  8. Alder, 28 sinnum
  9. – 10. Blue Charm og Rauð Frances, 27 sinnum

Samtals voru nefndar 399 flugur í þessum lista, misjafnlega margar þeirra fyrir hvern veiðistað. Miðað við nöfnin í listanum er greinilega eitthvað um liðið frá því hann var tekin saman eða endurskoðaður, en góður er hann samt.

Frúar-flugur

Það réðst nokkuð í síðustu veiðiferð, hvernig kvöldunum verður varið hjá mér næstu dagana.  Nú er unnið hörðum höndum að því að fylla á fluguboxið hjá frúnni.  Black Ghost í nokkrum útfærslum og stærðum og svo var hún eitthvað að tala um flotta marfló sem hún sá á flugur.is, og svo einhver önnur sem var ‘rosalega flott’, auðvitað Peacock og svo…..

Mér tókst nú samt að lauma þremur Dentist í boxið hennar, það verður jú ekki alltaf veður fyrir Black Ghost.

Áhuginn er orðinn svo mikill að þegar ég leit yfir á hennar vallarhelming í gærkvöldi blöstu við mér tvö uppglennt, æðisgengin augu og Veiðiflugur Íslands í öllu sínu veldi.  ‘Rosalega eru til margar gerðir af flugum, góða nótt’, og svo var hún lögst á hliðina og dreymdi bolta bleikjur og spriklandi urriða, væntanlega á Black Ghost. Hverju er ég eiginlega lentur í?

Black Ghost

Ein besta straumfluga allra tíma í urriða, sjóbirting og lax. Sannkölluð sígild hönnuna frá 1927 eftir Herbert L. Welch. Áhugi manna dalaði um nokkurn tíma á þessari straumflugu eins og svo mörgum öðrum, en hún hefur verið að koma sterk inn aftur síðari ár.

Síðari ár hafa komið fram á sjónarsviðið ýmsar útfærslur hennar, svo sem þyngd tungsten fyrir straumvatn og jafnvel púpur sem virðast þó ekki eiga sér neina samsvörun í lífríkinu.

Nokkuð útbreytt afbrigði hennar hefur fengið viðurnefnið Sunburst þar sem töluverðu orange er bætt í hana. Sögð sérstaklega skæð í urriða að vori.

Höfundur: Herbert L. Welch
Öngull: Legglangir 2/0 – 12
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Gullitaðar fanir af hana
Vöf: Ávalt silfur eða flatt eins og upphaflega var notað.
Búkur: Svart flos
Skegg: Sama og stél
Vængur: 2 hvítar söðulafjaðrir af hana
Kinnar: 2 fjaðrir af frumskógarhana, ekki óalgengt að menn sleppi þeim.
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8,10,12 Straumfluga 6,8,10,12 Straumfluga 6,8,10

Snyrtileg klippa frá flyspoke.com

Blae and Black

Hefur sannað sig í gegnum tíðina í vatnaveiði bleikju svo um munar. Oftast er þessi fluga hnýtt á frekar litla öngla, 12-16.

Þessi fluga er aðeins ein af mörgum klassískum votflugum sem skutu upp kollinum í Skotlandi á síðustu öld. Þessi fluga á nákomna ættingja sem tilheyra s.k. teal flugum t.d. Peter Ross, Teal and Black og Teal and Blue.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 8-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svart flos
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Fanir úr ljósri vængfjöður starra eða grágæs
Haus: Svartur

Bleik og blá

Óþarfi að hafa mörg orð um þessa bráðdrepandi bleikjuflugu, en ég get ekki stillt mig um að setja hér inn nokkur orð sem höfð eru beint eftir höfundinum; „Þetta var fluga sem Frímann [Frímann Ólafsson leiðsögumaður, innsk.KF] skírði Högna. Hún var með svörtum væng, silfurbúk, bleiku skeggi og Jungle Cock, skógarhana. Ég var ekki sáttur við þessa flugu, bætti gráa vængnum við og minnti hún mig þá á Peter Ross. Ég bætti síðan bláu við þar fyrir aftan, því blái liturinn hefur reynst mér mjög vel í sjóbleikjuveiði. Þá var flugan fullsköpuð, en ég hef stundum bætt við tveimur glimmerþráðum, annaðhvort til hliðar á flugunni eða undir henni. Þá má hún bæði vera með og án kúluhauss og best fer hún á Kamasan-straumfluguöngli númer 8“ sagði Björgvin.

Bleik og blá á grubber

Höfundur: Björgvin Guðmundsson
Öngull: Legglangur 4 – 10 (höfundur mælir með Kamasan straumfluguöngli nr.8)
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr blárri hanafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Fanir úr bleikri hanafjöður
Vængur: Síðufjöður af urtönd
Kragi: Bleikt Chenille
Haus: Svartur eða, gullkúla eða, keiluhaus, allt eftir smekk.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Kúluhaus 8 & 10
Púpa á grubber 10 & 12
 Straumflug 6,8 & 10

Hér gefur svo að líta nokkuð netta hnýtingu á hefðbundinni útgáfu þessarar flugu frá Flugusmiðjunni:

Bloody Butcher

Sjóbleikjan hefur oftar en ekki frekar látið glepjast af þessari flugu frekar en venjulega slátraranum.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr rauðri andar- eða gæsafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Rauð hanafjöður
Vængur: Fanir úr blárri vængfjöður úr stokkönd
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 Votfluga 6,8,10 Votfluga 8,10,12

Blue Charm

Laxafluga sem um árabil hefur verið ein vinsælasta flugan á Íslandi heilt yfir um sumarið. Einstaklega fengsæl og sögð ómissandi sunnan- og vestanlands í júlí.

Uppruninn í Skotlandi, nánar tiltekið við ána Dee, en gat sér snemma gott orð í norðanverðri Ameríku og þá ekki síst sem öflug í sjóbirting.

Minna farið fyrir henni þannig á Íslandi en kannski er þar aðeins um að kenna íhaldssemi veiðimanna? Mér hefur alltaf fundist þessi fluga svolítið heillandi og það er eitthvað við hana sem segir mér að hún virki. Fell samt sjálfur í þá gildru að gleyma henni undir flestum kringumstæðum.

Höfundur: Colin Simpson
Öngull: Nr.6 laxaöngull eða legglangur í silunginn
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Gyllt fasanafjöður
Broddur: Gyllt tinsel og flos
Vöf: Silfur tinsel, ávalt eða fínt flatt. Þekkt að nota silfurvír til þyngingar.
Búkur: Svart flos
Skegg: Blá hanafjöður
Vængur: Grá síðufjöður og fíngerð gul hænufjöður á toppnum. Mæli með að prófa hana með íkornaskotti (gráu eða brúnu) sem hárvæng.
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8 & 10  Straumfluga 6,8 & 10

Það er kannski viðeigandi að Skotinn Davie McPhail sýni okkur hvernig hann hnýtir Blue Charm.

Butcher

Tæplega 200 ára gömul og enn í fullu fjöri.  Bresk að uppruna og hefur reynst vel í urriða, bleikju, sjóbleikju og lax hér á landi sem víðar.

Höfundur: Mr.Jewhurst
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr rauðri andar- eða gæsafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Fanir úr blárri vængfjöður úr stokkönd
Haus: Svartur

Fyrir þá sem vilja njóta kennslumyndbands á íslensku, þá er vitaskuld hægt að nálgast slíkt hjá Flugusmiðjunni:

Á ensku fór David Strawhorn fimum höndum um þessa flugu á sínum tíma:

Connemara Black

Kennd við ánna Connemara á Írlandi og hefur skapað sér orð sem ein veiðnasta fluga Íslands í vatnableikju.

Höfundur: einhver Íri
Öngull: Hefðbundin 8-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Hausfjöður af gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svört ull, upprunalega notað selshár
Skegg: Blálituð fjöður (hani, hæna)
Vængur: Bronslituð síðufjöður stokkandar
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Votfluga 10,12 & 14

Dentist

Dentist er án nokkurs vafa ein allra vinsælasta og þar með veiðnasta straumfluga á Íslandi, og þótt víðar væri leitað.

Sterkust hefur hún verið í urriða og sjóbirting, en á sér mörg fórnarlömb úr stofnum bleikju, sjóbleikju og laxa.

Í gegnum tíðina hefur viðgengist að hnýta þessa flugu í allt frá appelsínugulu yfir í há-rautt afbrigði.

Eins og um svo margar aðrar straumflugur hafa hin síðari ár skotið upp kollinum ótal afbrgiði hennar, þyngdar með tungsten fyrir straumþungar ár eða jafnvel léttklæddar lirfur í vötn. Sjálfur tek ég votflugunálgun á þessa flugu, nota fjöður í vængi, skott og skegg þótt upprunalega hafi hún alltaf verið hnýtt úr hárum.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Legglangur 2-12
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Hár úr orange kálfshala, jafnvel rauð.
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Flatt gull tinsel
Skegg: Sama og í stéli
Vængur: Svört hjartarhalahár eða svart marabou í minnstu flugurnar 10-12
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 Straumfluga 8,10 & 12  Straumfluga 6,8 & 10 Straumfluga 8,10 & 12  Straumfluga 6,8 & 10

Hér að neðan má sjá Ívar í Flugusmiðjunni  setja í einn Dentist með hárvæng:

Dýrbítur

Mannskaðafluga sem glepur svo stóra fiska að veiðimanni er bráð hætta búinn er haft eftir höfundi hennar, Sigurði Pálssyni. Eitt er víst að þessi fluga er gjöful og hefur verið framanlega í boxum veiðimanna frá því hún hóf ónefnd feril sinn í Laxá í Dölum.

Nafnið fékk hún 2004 eftir að hafa sett í 23 punda sjóbirting í Litluá í Kelduhverfi eins og Kári Schram sendi FOS ábendingu um sbr. „Dýrbíturinn [hóf] eiginlega vegferð sína og sögufrægan ferill sem ein helsta alhliða fluga landsins í Litluá maí 2004 þegar hún veiddi næstæðsta ferskvatns fisk ársins á íslandi sem var og stærsti fluguveiddi Sjóbirtingur í Evrópu og fékk nafn sitt samdægurs frá höfundi.“

Höfundur: Sigurður Pálsson
Öngull: Hefðbundin 6-12
Þráður: Í sama lit og flugan 6/0
Skott: Marabou fjöður og 6-7 strimlar silfur flashabou
Búkur: Rúmur helmingur (aftari) úr silfur chenille tinsel. Rest chenille í sama lit og flugan.
Skegg: Hringvafin hænufjöður í sama lit og flugan

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 Bleikur 6,8,10 Svartur 6,8,10

Eiður Kristjánsson setti í þetta líka snotra myndband af því hvernig maður hnýtir Dýrbít á gúmmílöppum:

Flæðarmús

Á miðju sumri 1986 fæddist þessi landsfræga fluga á borði Sigurðar Pálssonar. Fyrst rauð, síðar svört og bleik úr höndum annarra sem tóku við og breyttu, komu með aðrar útfærslur. Hvernig sem þessi fluga er útfærð, þá tekur hún allan fisk.

Höfundur: Sigurður Pálsson
Öngull: Legglangur 6-10
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Blá hár úr íkornaskotti
Loðkragi: Svört fön úr strútsfjöður
Búkur: Aftari helmingurinn úr silfruðu chenille tinsel.  Fremri hlutinn úr dumbrauðri ull sem er vafin með ávölu gull tinsel.
Skegg: Nokkrir þræðir af silfur flashabou og hvít hjartarhalahár
Vængur: Fyrst rauð hjartarhalahár, síðan tvær rauðar hálsfjaðrir af hanahnakka.  Síðast tvær grizzly fjaðrir af hanahnakka.
Haus: Svartur með gulum og rauðum augum.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8,10 Straumfluga 8,10 Straumfluga 6,8,10

Hann Ívar í Flugusmiðjunni smellti í eina ‘original’ útgáfu með nýtíma tvisti:

Heimasætan

Mögnuð fluga í sjóbleikju – Ein flottasta straumflugan í sjóbleikju og sjóbirting eru ummæli sem höfð eru um þessa flugu sem Óskar Björgvinsson hnýtti við Hofsá. Sjálfur hef ég tekið þessa og prófað sem púpu á grubber fyrir bleikju í vötnum með ágætum árangri, helst síðsumars.

Höfundur: Óskar Björgvinsson
Öngull: Legglangur 6-12
Þráður: Hvítur 6/0
Skott: Fanir úr rauðgulri gæsafjöður
Vöf: Ávalt gull Ávalt silfur
Búkur: Hvítt flos
Skegg: Fanir úr rauðgulri hænufjöður
Vængur: Hár úr ‘hot pink’ magenta íkornaskotti
Haus: Svartur með hvítum og svörtum augum.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8,10Púpa á grubber 10,12  Straumfluga 6,8,10

Hér að neðan má sjá hvernig Ívar í Flugusmiðjunni fer að því að hnýta Heimasætuna:

Skilaboð frá höfundi flugunnar

Sælt veri fólkið.

Var að skoða vef ykkar og sá Heimasætuna mína illa til hafða og rangfærða á annars góðum og áhugaverðum vef (ætti að skoða hann oftar)
Virðingarfyllst þætti mér, að misskilningur sem hefur gengið lengi um að Heimasætan ætti að vera gyllt í vöfum er ekki rétt, hún var og er silver og hefur alltaf verið, eins er með væng þá er hann Magenta að lit. Þætti vænt um að uppskrift að Heimasætuni verði leiðrétt á vef ykkar.

Virðingarfyllst, með kveðju
Óskar Björgvinsson höfundur Heimasætunar.

Héraeyra

Það getur verið nokkuð snúið að setja saman uppskrift að Héraeyranu því það eru til svo ótalmörg afbrigði þessarar klassísku silungaflugu. Sú uppskrift sem ég styðst við hérna er að finna í ‘The Fly-tying bible’ eftir Peter Gathercole.

Öngull: Legglangur 8-22
Þynging: Blýþráður
Þráður: Drapplitaður/brúnn 6/0
Skott: Nokkur hár úr héragrímu
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Hérahár, dúpp
Vængstæði: Gróf hérahár

Það er svo undir hverjum og einum komið hvort menn noti þessi eða önnur hráefni, bæti við eða fellið út.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12 10,12

Hér er svo ein útgáfa þessarar klassísku flugu og eins og svo oft áður hnýtt af Davie McPhail:

Mickey Finn

Flugan er Amerísk að uppruna og hefur fyrir löngu sannað sig hérna á Íslandi og hefur lagt margan urriðann og bleikjuna af velli, hvort heldur staðbundna eða sjógengna.

Höfundur: John Alden Knight
Öngull: Legglangur 2-12
Þráður: Svartur 6/0
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Vængur: Hjartarhalahár; neðst fjórðungur úr gulum, þá fjórðungur úr rauðum og fyllt upp með gulum.
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 6,8,10 Straumfluga 6,8,10 Straumfluga 8,10 Straumfluga 6,8,10

Svo má leika sér að því að gera fluguna úr allt öðru hráefni og þá lítur hún t.d. svona út:

fos_mickeyfinn_wing_big

Nobbler

Nobbler eða Dog Nobbler eins og hann heitir fullu nafni er til í ótal mörgum útgáfum og það er í raun eins og allar marabou flugur með áföstum augum í einni eða annarri mynd hafi fengið þetta nafn hérna á Íslandi. Af gefinni reynslu í vatnaveiði, þá mæli ég með að menn prófi stutta útgáfu af Nobbler og vera sparir (mjög sparir) á chenille við skottið.

Saga þessarar flugu hefur lengið farið fyrir brjóstið á veiðimönnum Bretlandseyja, ekki vegna flugunnar sjálfrar, heldur vegna þess að hún er ein fárra flugna sem er varin einkaleyfi þar í landi. Höfundur flugunnar, Trevor Housby sauð þessa flugu saman á áttunda áratug síðustu aldar og flugan naut mikillar hylli, ekki síst eftir að tímaritið Trout Fisherman tileinkaði flugunni septemberblaðið árið 1980. Nafn flugunnar er dregið af því að Trevor kallaði urriða alltaf hunda og fluguna því Hunda glepju, Dog Nobbler. Eftir því sem ég kemst næst, sótti Sid Knight um einkaleyfi á flugunni árið 1984 og fékk. Einkaleyfið heldur að vísu ekki gagnvart neinu öðru en nafni flugunnar, þeim sem vilja hnýta og selja þessa flugu nægir að nefna hana einhverju öðru nafni, eins og t.d. Frog Nobbler eða Puppy, nöfn sem hún hefur sést undir. Þar að auki hafa margir veiðimenn bent á að flugur sem svipar mjög mikið til Dog Nobbler hafi komið fram á sjónarsviðið löngu áður en Trevor sauð hana saman, hvað þá Sid hafi fengið einkaleyfi á henni. Má þar nefna að árið 1941 birti Trout, Rod and Line nákvæma lýsingu á sambærilegri flugu og 1951 kom út bókin Fishing Flies and Fly Tying eftir Bill Blades þar sem hann birtir uppskrift að flugunni Lead Head sem óneitanlega svipar mjög til Dog Nobbler. Ætli hér sannist bara ekki hið fornkveðna að tveir eða fleiri hnýtarar geta verið að vinna með sömu hugmyndina, fullkomlega óafvitandi um tilvist flugunnar undir öðru nafni eða nöfnum.

Litirnir af Nobbler hafa verið margir og ef eitthvað er, þá fer þeim sífellt fjölgandi. Almennt hafa menn talað um að orange gengur vel í urriða, bleikur í bleikju, sjóbleikju og sjóbirting ásamt því að ólífugrænn hefur sannað sig í urriðann, rauður í sjóbleikjuna og sá svarti í urriða og lax, þá helst á haustin.

Höfundur: Trevor Housby
Öngull: Hefðbundnir eða legglangir 2 – 10
Þráður: Í sama lit og flugan, 8/0
Skott: Fanir úr marabou storki ásamt nokkrum þráðum af perlu flashabou
Kragi: Flúrljómað grænt chenille
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Marabou fjaðrir
Búkfjaðrir: Hanafjaðrir í sama lit og skottið
Augu: Málaður haus, gjarnan úr blýi

Hér fer Michael Jensen fimum höndum um Dog Nobbler eins og hann leggur hana upp:

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Bleikur 8,10,12
Svartur 8, 10, 12
Orange 8,10,12Rauður 8,10,12Bleikur 8,10,12 Olive 8,10,12Svartur 8,10,12Orange 8,10,12  Orange 8,10,12

Peacock

Konungur silunganna, veiðnasta fluga landsins, sú eina o.s.frv. Allt eru þetta orð sem hafa verið viðhöfð um Peacock. Stór orð, en væntanlega hefur hann staðið undir þeim hjá mörgum veiðimanninum í gegnum tíðina.

Sjálfur hef ég þá trú að þessi fluga sé oftar en ekki hnýtt of lítil og við veiðimennirnir séum of gjarnir á að skipta niður í stærð þegar hún gefur ekki, frekar en upp.

Ég á nokkrar sögur af því að þegar lítill gaf ekkert og ég stækkaði upp um nokkrar stærðir, þá fór hún að gefa. Jafnvel ógnar-stór hefur þessi fluga gefið mér mjög væna fiska.

fos_peacock_orange_big

Höfundur: Kolbeinn Grímsson
Öngull: Legglangur 8 – 20 eða grubber í sömu stærð
Kúla: gull
Þráður: Svartur
Búkur: Páfuglsfanir
Kragi eða skott: Rautt eða appelsínugult flos.  Það fer stundum eftir skapinu í mér hvort hún fái kraga eða skott (eins og sú á myndinni). Upprunalega var hún hönnuð með kraga eins og sýnt er hér að ofan. Stundum fær hún hvort tveggja eða jafnvel hvítt skott eða brodd.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
8,10,12,14  10,12,14 8,10,12,14 10,12, 14

Hér að neðan má sjá hvernig Eiður Kristjánsson hnýtir Peacock: