Í þessari gagnlegu handbók um silungsveiði á Íslandi er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, mismunandi veiðislóðir, græjur og grip, og eftir því sem veiðiárinu vindur fram eru kynntar ólíkar aðferðir og gefin góð ráð til að leysa úr þeim vandkvæðum sem upp kunna að koma
Vatnaveiði -árið um kring fæst í öllum betri bóka- og veiðivöruverslunum um land allt. Bókina má einnig nálgast í netverslun Forlagsins með því að smella hér. Sýnishorn bókarinnar má skoða hérna.
Um bókina:
Bókin er alhliða fróðleg og fer jafnt í undirbúning sem framkvæmd. Undirritaður hefur lengi haft drauma um að stinga af með stöng, kaffibrúsa og hníf, sækja sér björgina sjálfur, annars svelta. Það verður kannski loksins af því í sumar, fyrst maður getur ekki borið fyrir sig þekkingarleysið lengur. ∼ Morgunblaðið
Veiðimenn eyða jafnan löngum vetrarkvöldum í að lesa veiðibækur og fagna útgáfu bóka um veiði. Mál og Menning var að gefa út bókina „Vatnaveiði – árið um kring“ sem er reglulega skemmtilegur lestur enda bókin full af góðum ráðum til handa veiðimannsins. ∼ Vísir
Í þessari gagnlegu handbók um silungsveiði á Íslandi er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, mismunandi veiðislóðir, græjur og grip, og eftir því sem veiðiárinu vindur fram eru kynntar ólíkar aðferðir og gefin góð ráð til að leysa úr þeim vandkvæðum sem upp kunna að koma. ∼ Forlagið
Hafir þú hug á að kynna þér efni bókarinnar og umfjöllun bendum við á Facebook síðu hennar sem má nálgast hér.
Tilvalin mánuður til að eyða við lestur góðra bóka og við að kynna sér nýjungar í stangveiðinni. Ekki er úr vegi að lesa sér svolítið til um bráðina og leggja línurnar fyrir næsta sumar.
Flugurnar taka yfir frítímann. Hvað vantar í boxin og úr hverju á að hnýta? Eru ekki örugglega einhverjar nýjar eða gamlar flugur sem þarf að prófa á komandi sumri?
Tímabært að dusta rykið af græjunum og yfirfara stangir, hjól og línur. Nú er rétti tíminn til að lagfæra það sem er bilað, skipta út slitnum pörtum og liðka það sem hefur stífnað.
Nú taka hörðustu veiðimennirnir að skjálfa á beinunum, bæði af tilhlökkun og kulda í íslenska vorinu. Fyrstu vötnin eru opnuð og lífið kemur undan ís.
Það er farið að hlýna aðeins og sífellt nýir veiðistaðir koma til greina. Stirðleiki vetrarins víkur fyrir áferðarfallegum og liprum köstum. Nú reynir á færnina í að velja réttu fluguna og ná til fisksins.
Fyrstu vötnin á hálendinu opnuð og kastkennarar koma undan vetrarfeldi með gagnlegar ábendingar. Línan rennur sífellt betur og við mátum nýjar flugur við breyttar aðstæður.
Að margra mati besti veiðimánuður ársins. Sumarið hefur sett mark sitt á landið og það er sama hvar veiðimenn bera niður, fiskurinn er í æti og allar gerðir flugna gefa.
Nú geta vötnin tekið töluverðum breytingum. Síðara skot flugunnar skellur á, bleikjan fer að hópa sig til hrygningar og urriðinn fer hamförum.
Oft má merkja nokkra þreytu veiðimanna þegar haustar. Heitt sumarið hefur mögulega svipt menn vatninu eða rigningarnar fært allt í kaf og góðu staðirnir aldrei komið í ljós. Hann er vandrataður, meðalvegur veiðinnar.
Flestir veiðimenn hafa nú lagt árar í bát. Margir hafa veitt nægju sína, en svo eru þeir sem skunda á Þingvöll eða annan helgan stað og strengja þar heit.
Nú er rétti tíminn til að ganga frá veiðigræjunum þar sem útséð er um að farið verði í fleiri ferðir. Um leið er rétt að athuga með þann hluta aflans sem er óráðstafað.
Í upphafi skildi endinn skoða. Langsamlega flestir byrja sinn með kaststöng. Glímt er við sama fiskinn og líkt eftir svipaðri fæðu. Fiskurinn gerir engan greinarmun á flugu- eða kaststöng.