Black Ghost

Ein besta straumfluga allra tíma í urriða, sjóbirting og lax. Sannkölluð sígild hönnuna frá 1927 eftir Herbert L. Welch. Áhugi manna dalaði um nokkurn tíma á þessari straumflugu eins og svo mörgum öðrum, en hún hefur verið að koma sterk inn aftur síðari ár.

Síðari ár hafa komið fram á sjónarsviðið ýmsar útfærslur hennar, svo sem þyngd tungsten fyrir straumvatn og jafnvel púpur sem virðast þó ekki eiga sér neina samsvörun í lífríkinu.

Nokkuð útbreytt afbrigði hennar hefur fengið viðurnefnið Sunburst þar sem töluverðu orange er bætt í hana. Sögð sérstaklega skæð í urriða að vori.

Black Ghost - #6 - #8 - #10 - #12
Black Ghost – #6 – #8 – #10 – #12

Höfundur: Herbert L. Welch
Öngull: Legglangir 2/0 – 12
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Gullitaðar fanir af hana
Vöf: Ávalt silfur eða flatt eins og upphaflega var notað.
Búkur: Svart flos
Skegg: Sama og stél
Vængur: 2 hvítar söðulafjaðrir af hana
Kinnar: 2 fjaðrir af frumskógarhana, ekki óalgengt að menn sleppi þeim.
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8,10,12 Straumfluga 6,8,10,12 Straumfluga 6,8,10

Snyrtileg klippa frá flyspoke.com

Blae and Black

Hefur sannað sig í gegnum tíðina í vatnaveiði bleikju svo um munar. Oftast er þessi fluga hnýtt á frekar litla öngla, 12-16.

Þessi fluga er aðeins ein af mörgum Teal-flugum sem skutu upp kollinum í Skotlandi á síðustu öld. Fluga í silung eða sjóbirting var bara ekki með í dæminu ef hún var ekki með teal í skottinu.

Dæmi um fleiri Teal-flugur eru t.d. Peter Ross, Teal and Black, Teal and Blue, Cinnamon and Gold, Mallard and Claret, Black Pennell, Woodcock and Yellow og svona má lengi telja.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 8-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svart flos
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Fanir úr ljósri vængfjöður starra eða grágæs
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Votfluga 10,12 & 14

Bleik og blá

Óþarfi að hafa mörg orð um þessa bráðdrepandi bleikjuflugu, en ég get ekki stillt mig um að setja hér inn nokkur orð sem höfð eru beint eftir höfundinum; „Þetta var fluga sem Frímann [Frímann Ólafsson leiðsögumaður, innsk.KF] skírði Högna. Hún var með svörtum væng, silfurbúk, bleiku skeggi og Jungle Cock, skógarhana. Ég var ekki sáttur við þessa flugu, bætti gráa vængnum við og minnti hún mig þá á Peter Ross. Ég bætti síðan bláu við þar fyrir aftan, því blái liturinn hefur reynst mér mjög vel í sjóbleikjuveiði. Þá var flugan fullsköpuð, en ég hef stundum bætt við tveimur glimmerþráðum, annaðhvort til hliðar á flugunni eða undir henni. Þá má hún bæði vera með og án kúluhauss og best fer hún á Kamasan-straumfluguöngli númer 8“ sagði Björgvin.

Bleik og blá á grubber

Höfundur: Björgvin Guðmundsson
Öngull: Legglangur 4 – 10 (höfundur mælir með Kamasan straumfluguöngli nr.8)
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr blárri hanafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Fanir úr bleikri hanafjöður
Vængur: Síðufjöður af urtönd
Kragi: Bleikt Chenille
Haus: Svartur eða, gullkúla eða, keiluhaus, allt eftir smekk.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Kúluhaus 8 & 10Púpa á grubber 10 & 12  Straumflug 6,8 & 10

Bloody Butcher

Sjóbleikjan hefur oftar en ekki frekar látið glepjast af þessari flugu frekar en venjulega slátraranum.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr rauðri andar- eða gæsafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Rauð hanafjöður
Vængur: Fanir úr blárri vængfjöður úr stokkönd
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 Votfluga 6,8,10 Votfluga 8,10,12

Blue Charm

Laxafluga sem um árabil hefur verið ein vinsælasta flugan á Íslandi heilt yfir um sumarið. Einstaklega fengsæl og sögð ómissandi sunnan- og vestanlands í júlí.

Uppruninn í Skotlandi, nánar tiltekið við ána Dee, en gat sér snemma gott orð í norðanverðri Ameríku og þá ekki síst sem öflug í sjóbirting.

Minna farið fyrir henni þannig á Íslandi en kannski er þar aðeins um að kenna íhaldssemi veiðimanna? Mér hefur alltaf fundist þessi fluga svolítið heillandi og það er eitthvað við hana sem segir mér að hún virki. Fell samt sjálfur í þá gildru að gleyma henni undir flestum kringumstæðum.

Höfundur: Colin Simpson
Öngull: Nr.6 laxaöngull eða legglangur í silunginn
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Gyllt fasanafjöður
Broddur: Gyllt tinsel og flos
Vöf: Silfur tinsel, ávalt eða fínt flatt. Þekkt að nota silfurvír til þyngingar.
Búkur: Svart flos
Skegg: Blá hanafjöður
Vængur: Grá síðufjöður og fíngerð gul hænufjöður á toppnum. Mæli með að prófa hana með íkornaskotti (gráu eða brúnu) sem hárvæng.
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8 & 10  Straumfluga 6,8 & 10

Það er kannski viðeigandi að Skotinn Davie McPhail sýni okkur hvernig hann hnýtir Blue Charm.

Butcher

Tæplega 200 ára gömul og enn í fullu fjöri.  Bresk að uppruna og hefur reynst vel í urriða, bleikju, sjóbleikju og lax hér á landi sem víðar.

Höfundur: Mr.Jewhurst
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr rauðri andar- eða gæsafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Fanir úr blárri vængfjöður úr stokkönd
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Votfluga 10,12 & 14

Connemara Black

Kennd við ánna Connemara á Írlandi og hefur skapað sér orð sem ein veiðnasta fluga Íslands í vatnableikju.

Höfundur: einhver Íri
Öngull: Hefðbundin 8-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Hausfjöður af gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svört ull, upprunalega notað selshár
Skegg: Blálituð fjöður (hani, hæna)
Vængur: Bronslituð síðufjöður stokkandar
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Votfluga 10,12 & 14

Dentist

Dentist er án nokkurs vafa ein allra vinsælasta og þar með veiðnasta straumfluga á Íslandi, og þótt víðar væri leitað.

Sterkust hefur hún verið í urriða og sjóbirting, en á sér mörg fórnarlömb úr stofnum bleikju, sjóbleikju og laxa.

Í gegnum tíðina hefur viðgengist að hnýta þessa flugu í allt frá appelsínugulu yfir í há-rautt afbrigði.

Eins og um svo margar aðrar straumflugur hafa hin síðari ár skotið upp kollinum ótal afbrgiði hennar, þyngdar með tungsten fyrir straumþungar ár eða jafnvel léttklæddar lirfur í vötn.

Höfundur: ókunnur

Öngull: Legglangur 2-12

Þráður: Svartur 6/0
Stél: Hár úr orange kálfshala, jafnvel rauð.
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Flatt gull tinsel
Skegg: Sama og í stéli
Vængur: Svört hjartarhalahár eða svart marabou í minnstu flugurnar 10-12
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 Straumfluga 8,10 & 12  Straumfluga 6,8 & 10 Straumfluga 8,10 & 12  Straumfluga 6,8 & 10
Dentist sem votfluga #10

Dýrbítur

Mannskaðafluga sem glepur svo stóra fiska að veiðimanni er bráð hætta búinn er haft eftir höfundi hennar, Sigurði Pálssyni. Eitt er víst að þessi fluga er gjöful og hefur verið framanlega í boxum veiðimanna frá því hún hóf ónefnd feril sinn í Laxá í Dölum.

Nafnið fékk hún 2004 eftir að hafa sett í 23 punda sjóbirting í Litluá í Kelduhverfi eins og Kári Schram sendi FOS ábendingu um sbr. „Dýrbíturinn [hóf] eiginlega vegferð sína og sögufrægan ferill sem ein helsta alhliða fluga landsins í Litluá maí 2004 þegar hún veiddi næstæðsta ferskvatns fisk ársins á íslandi sem var og stærsti fluguveiddi Sjóbirtingur í Evrópu og fékk nafn sitt samdægurs frá höfundi.“

Höfundur: Sigurður Pálsson
Öngull: Hefðbundin 6-12
Þráður: Í sama lit og flugan 6/0
Skott: Marabou fjöður og 6-7 strimlar silfur flashabou
Búkur: Rúmur helmingur (aftari) úr silfur chenille tinsel. Rest chenille í sama lit og flugan.
Skegg: Hringvafin hænufjöður í sama lit og flugan

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 Bleikur 6,8,10 Svartur 6,8,10

Flæðarmús

Á miðju sumri 1986 fæddist þessi landsfræga fluga á borði Sigurðar Pálssonar. Fyrst rauð, síðar svört og bleik úr höndum annarra sem tóku við og breyttu, komu með aðrar útfærslur. Hvernig sem þessi fluga er útfærð, þá tekur hún allan fisk.

Höfundur: Sigurður Pálsson
Öngull: Legglangur 6-10
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Blá hár úr íkornaskotti
Loðkragi: Svört fön úr strútsfjöður
Búkur: Aftari helmingurinn úr silfruðu chenille tinsel.  Fremri hlutinn úr dumbrauðri ull sem er vafin með ávölu gull tinsel.
Skegg: Nokkrir þræðir af silfur flashabou og hvít hjartarhalahár
Vængur: Fyrst rauð hjartarhalahár, síðan tvær rauðar hálsfjaðrir af hanahnakka.  Síðast tvær grizzly fjaðrir af hanahnakka.
Haus: Svartur með gulum og rauðum augum.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8,10 Straumfluga 6,8,10

Heimasætan

Mögnuð fluga í sjóbleikju – Ein flottasta straumflugan í sjóbleikju og sjóbirting eru ummæli sem höfð eru um þessa flugu sem Óskar Björgvinsson hnýtti við Hofsá. Sjálfur hef ég tekið þessa og prófað sem púpu á grubber fyrir bleikju í vötnum með ágætum árangri, helst síðsumars.

Höfundur: Óskar Björgvinsson
Öngull: Legglangur 6-12
Þráður: Hvítur 6/0
Skott: Fanir úr rauðgulri gæsafjöður
Vöf: Ávalt gull Ávalt silfur
Búkur: Hvítt flos
Skegg: Fanir úr rauðgulri hænufjöður
Vængur: Hár úr ‘hot pink’ magenta íkornaskotti
Haus: Svartur með hvítum og svörtum augum.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 8,10Púpa á grubber 10,12  Straumfluga 6,8,10

Ummæli / Athugasemd

Sælt veri fólkið.

Var að skoða vef ykkar og sá Heimasætuna mína illa til hafða og rangfærða á annars góðum og áhugaverðum vef (ætti að skoða hann oftar)
Virðingarfyllst þætti mér, að misskilningur sem hefur gengið lengi um að Heimasætan ætti að vera gyllt í vöfum er ekki rétt, hún var og er silver og hefur alltaf verið, eins er með væng þá er hann Magenta að lit. Þætti vænt um að uppskrift að Heimasætuni verði leiðrétt á vef ykkar.

Virðingarfyllst, með kveðju
Óskar Björgvinsson höfundur Heimasætunar.

Héraeyra

Það getur verið nokkuð snúið að setja saman uppskrift að Héraeyranu því það eru til svo ótalmörg afbrigði þessarar klassísku silungaflugu. Sú uppskrift sem ég styðst við hérna er að finna í ‘The Fly-tying bible’ eftir Peter Gathercole.

Öngull: Legglangur 8-22
Þynging: Blýþráður
Þráður: Drapplitaður/brúnn 6/0
Skott: Nokkur hár úr héragrímu
Vöf: Ávalt gull
Búkur: Hérahár, dúpp
Vængstæði: Gróf hérahár

Það er svo undir hverjum og einum komið hvort menn noti þessi eða önnur hráefni, bæti við eða fellið út.

Héraeyrað #12, #14 & #16
Héraeyrað #12, #14 & #16
Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12 10,12

Hér er svo ein útgáfa þessarar klassísku flugu og eins og svo oft áður hnýtt af Davie McPhail:

Mickey Finn

Flugan er Amerísk að uppruna og hefur fyrir löngu sannað sig hérna á Íslandi og hefur lagt margan urriðann og bleikjuna af velli, hvort heldur staðbundna eða sjógengna.

Höfundur: John Alden Knight
Öngull: Legglangur 2-12
Þráður: Svartur 6/0
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Vængur: Hjartarhalahár; neðst fjórðungur úr gulum, þá fjórðungur úr rauðum og fyllt upp með rauðum.
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
Straumfluga 6,8,10 Straumfluga 6,8,10 Straumfluga 8,10 Straumfluga 6,8,10

Svo má leika sér að því að gera fluguna úr allt öðru hráefni og þá lítur hún t.d. svona út:

fos_mickeyfinn_wing_big