Þegar tíðarfarið er hryssingslegt og lítið um að vera í veiðinni leitar maður aftur að hnýtingarbekknum eða fer í huganum yfir kasttæknina, nokkuð sem maður ætti víst frekar að vera að hugsa um síðla vetrar, rétt fyrir tímabilið. Inniæfingar í fluguköstum eru nokkrum annmörkum háðar eins og gefur að skilja, en þar með er ekki…
Jú, jú, fluguveiði útheimtir svolitla æfingu, en þær eru ekki erfiðar. Mín reynsla er að fluguveiði sé ekki eins erfið og að veiða á t.d. spún eða maðk. Flugustöng er mun léttari en kaststöng og hreyfingarnar þurfa alls ekki að vera ýkt kraftaköst, létt og leikandi skilar mér alveg eins mörgum fiskum, ef ekki fleiri.
Við bræðurnir gerðum okkur ferð upp að Meðalfellsvatni upp úr hádegi. Prýðilegt veður, þurrt og sólríkt með köflum. Ég furðaði mig á því þegar við komum að vatninu, hversu þétt tveir veiðimenn stóðu úti við ‘Stóru steinana’ en skýring fékkst á því eftir stutt spjall við annan þeirra þegar hann kom í land. Bleikjan var…