Þar kemur ætið eða þannig sko. Augu fiska eru töluvert frábrugðin augum manna. Á meðan við þróuðumst í hálfgerða flatskjái þá eru augu fiska eins og gömlu túpusjónvörpin, kúpt sem henta mun betur til að sjá í vatni. Annars hafa fiskar álíka, ef ekki betri sjón heldur en við. Að vísu eru fiskar, vegna lögunar…
Það er alltaf matsatriði hver sé góður veiðimaður. Mér finnst t.d. góður veiðimaður ekki endilega vera sá sem veiðir mest, frekar sá sem veiðir af virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu. Ég las í ágætu tímariti um daginn að góður veiðimaður væri sá sem hefur náð að sættast við eigin getu, réði þokkalega við stöngina sína…
Jafnvel þegar maður leggur einn í langferð til að veiða þá er alltaf von á veiðifélaga. Þessi smyrill veiddi töluvert betur og fallegar heldur en ég uppi við Langavatn í Borgarbyggð. Myndina varð ég að taka af töluverðu færi því honum var ekkert of vel við mig þarna á hans heimavelli. Til að ná flottustu…
Á meðan ég var að hnýta Peacock í gríð og erg reikaði hugurinn út og suður og upp í kollinn á mér kom þessu spurning; Er líf eftir Peacock? Já, auðvitað. Þegar vorflugupúpan skríður loks út úr húsinu sínu, svamlar hún um í nokkrun tíma þar til hún rís upp að yfirborðinu og verður að fullvaxta…
Ég hef verið að baksa við þurrflugurnar í morgun, en nú er mér öllum lokið. Þær hafa allar drukknað og sú síðasta sem ég prófaði í vatnsskálinni var svo örugg um að hún færi sömu leið og systur sínar að hún tók með sér björgunarhring. Ég verð víst að endurskoða eitthvað fjaðrirnar mínar og aðferðir…
Það fór nú aldrei svo að maður sleppti úr helgi. Heimilið og garðurinn fengu sinn skerf í gær en sunnudagurinn var ætlaður einhverri veiði, ekki langt, aðeins rétt út fyrir bæjarmörkinn. Dásamlegt veður þrátt fyrir nokkurn vind, hitastigið frá 9°C og upp í 11. Með hliðsjón af fyrri reynslu byrjaði ég með Pólskan PT og…