Eins og maður hafi ekki fengið nóg af köldu vatni á sunnudaginn, þá var stefnan tekin á eitt slíkt sem rennur á mánudaginn, Brúará í Biskupstungum. Það eru nokkur ár síðan jómfrúarferðin var í Brúará og sú ferð var farin án þess að þekkja haus né sporð á þessari margrómuðu á. Uppskeran þá var lítil…
Hefði maður nú haft dug í sér að vakna fyrir allar aldir í morgun, þá hefði maður kannski verið eitthvað fyrr á ferðinni en um kl. 9 í Selvoginum. Veðurspá morgunsins stóðs sem sagt ekki og það var miklu betra veður í Selvoginum í morgunsárið heldur en um var rætt. En, veðurspá er jú bara…
Lengd, tími og hraði geta verið mjög matskenndar mælieiningar í hugum veiðimanna. Fæstir kannast við að vera lengi í veiði og sjaldnast kannast veiðimenn við að flýta sér of hægt, jafnvel þegar farið er um langan veg. Þegar við ræðum svo inndrátt, þá erum við fyrst að tala um matskennd viðmið. Það sem einum þykir…
Flestir fluguveiðimenn sem stunda vatnaveiði eru með háf fastan á bakinu eða í beltinu. Það vill nú verða þannig að megnið af tímanum er þessi háfur lítið notaðar, það er ekki fyrr en fiskur hefur bitið á og til stendur að losa úr honum fluguna að gripið er til háfsins. En það er hægt að…
Febrúarflugum 2020 er lokið. Okkur er fyrst og fremst í huga ómælt þakklæti til allra sem lögðu sitt á vogaskálarnar til þess að gera þennan viðburð að þeim stærsta og langsamlega skemmtilegasta fram til þessa. Það komu margar hendur að þessu átaki í febrúar og færum við þeim öllum okkar bestu þakkir. Fyrst og fremst…
Margir hnýtarar eiga svokallaða þræðara sem notaðir eru til að koma hnýtingarþræðinum í gegnum keflishölduna. Flestir þessir þræðarar eru gerðir úr stífum vír sem stungið er inn í hölduna að framan þar til lykkjan kemur út nær keflinu. Þeir sem eiga ekki slíkan þræðara og þeir sem vilja ekki eiga á hættu rispur í keramik…