Það kemur almennri skynsemi lítið við, meira í átt við ósjálfráða hegðun, að ef eitthvað stendur fast, þá beitir maður meira afli til að losa það. Fastur skrúfbolti kallar á meira á átak eða WD40 og ómælda biðlund. Eftir sem áður verður maður að gæta þess að snúa ekki boltann í sundur, beita ekki of…
Það er sterkur steikingarþefur í eldhúsinu og það fer ekki framhjá nokkrum manni á heimilinu að það er verið að steikja kleinur. Kokkurinn er með allar græjur við höndina; eldvarnarteppi og lok á pottinn ef illa fer og feiti slettist á heita helluna eða hitnar um of í kolunum. Skyndilega eykst þefurinn verulega og reyk tekur…
Þetta er ekki eina fyrirsögn hér á síðunni sem lesa má með mismunandi áherslum. Þegar ég setti hana niður á blað var ég með ákveðið ákall í huga; það vantar yngri veiðimenn. Velta stangveiði hér á landi er áætluð tæpir 20 milljarðar á ári og sagt er að þriðjungur þjóðarinnar stundi stangveiði. Þetta eru engar…
Á ferðum mínum síðasta sumar vestur í Hraunsfjörðinn á Snæfellsnesi, vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar sem hafa ekki látið mig í friði það sem af er vetrar. Janúar er ágætur mánuður til að eyða í svona grúsk og því leitaði ég mér nokkurra upplýsinga, greina og rannsóknarniðurstaðna til að svala forvitni minni. Sem inngang að…
Konan mín sagði við mig um daginn að frá því ég tók upp fluguveiði, þá hafi ég aðeins átt eitt áhugamál. Raunar sagði hún að ég hefði ekki átt neitt áhugamál áður en að fluguveiðinni kom. Jú, ég kannast örlítið við eitthvað af þessu, kannski þetta með áhugamálsleysið. Ég þori alveg að andmæla konunni minni…
Í grein minni hér um daginn um varmanám í vötnum, gat ég þess að vötn hitna nær eingöngu í efsta metra yfirborðsins. Þegar kemur að djúpum vötnum eins og Þingvallavatni er því ljóst að dýpri vatnslög hitna ekki fyrr en umhverfing vatnsins hefur átt sér stað, þ.e. heitt vatnið af yfirborðinu leitar niður á við…