Þegar veiðitímabilinu lýkur á haustinn er rétt að yfirfara búnaðinn og ganga frá honum til geymslu. Margir nota tækifærið til að lagfæra það sem látið hefur undan á vertíðinni og síðast en ekki síst, setja saman óskalistann fyrir jólinn. Hér á eftir fara nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar vertíðinni lýkur.…
Framrúðan og húddið á bílnum okkar gefa okkur oft góðar vísbendingar um lífið við vatnið. Ekki láta undir höfuð leggjast að gefa lífinu gaum á meðan þú gerir þig og stöngina klára í veiði. Veltu við steinum og sjáðu hvað pollarnir hafa að geyma. Þá fyrst geta spádómarnir hafist og við getum farið að virða…
Við bræðurnir gerðum okkur ferð upp að Meðalfellsvatni upp úr hádegi. Prýðilegt veður, þurrt og sólríkt með köflum. Ég furðaði mig á því þegar við komum að vatninu, hversu þétt tveir veiðimenn stóðu úti við ‘Stóru steinana’ en skýring fékkst á því eftir stutt spjall við annan þeirra þegar hann kom í land. Bleikjan var…