White Death Þó þessi fluga hafi verið sett saman fyrir regnbogasilung og lax vestur í Ameríku, þá er að mínu viti ekkert sem segir að urriðinn taki ekki þessa flugu líka. Jeff Blood, höfundur flugunnar hefur ekkert farið leynt með að hún sé frekar útfærsla þekktra zonker flugna heldur en nokkuð annað. Jeff þessi er…
Vinstri græn Auðvitað má ég til með að koma flugunni minni hérna að. Já, manni getur auðvitað dottið Alexandra í hug, en þessi er samt mín og hefur tekið nokkrum breytingum á þeim árum sem liðið hafa frá því ég fiktaði mig fyrst áfram með þessa litasamsetningu. Hefur gefið mér marga glaða stund í urriðanum…
Top Secret Midge Þessi litla snotra mýfluga Pat Dorsey hefur verið sérlega vinsæl meðal veiðimanna í Klettafjöllunum Bandaríkjanna á liðnum árum og ætti engan að undra. Þessari flugu svipa vitaskuld til margra annarra flugna, en einfaldleiki hennar er nægur til að allir geta hnýtt hana og það sem meira er, hún virkar. Rétt eins og…
Skue’s Nymph Rétt eins og Pheasant Tail Sawyer’s er Skue’s Nymph klassíker. Frábær fluga sem hefur sannað sig í gegnum tíðina og hefur getið af sér ótal mörg afkvæmi, skilgetin og óskilgetin. Óskilgetin afkvæmi þessarar flugu eru næstum jafn mörg og afkvæmi Pheasant Tail og þarf engan að furða. Báðar eru þessar flugur magnaðar upprunalegar,…
Red Tag Merkileg fluga sem á uppruna sinn að rekja til Englands kringum 1850, hálft skordýr, hálft viðrini. Frá fyrstu tíð hefur þessi fluga verið veiðimönnum hin besta skemmtun og silunginum banvæn. Það er nokkuð misjafnt eftir heimshornum hvaða skordýri menn telja hún líkjast helst; Ástralir segja hana líkjast ákveðinni bjöllu sem þar finnst, Bandaríkjamenn flugu sem…
Rackelhanen Rackelhahn er blendingur af fasanategund (Þiði) og hænsfugls (Orra) sem er af sömu ætt og rjúpan. Ég þori hreint ekki að kveða upp úr um það hvort þessi blendingur sé í raun til eða hvort hann er einhver þjóðsaga eins og íslenska skoffínið sem á að vera afkvæmi kattar og refs. Hvað sem því…