Síðustu daga hefur einn af karakterum Ladda skotið rótum í hausnum á mér. Man ekki í svipin hvað sá heitir, en ég beið og ég beið og ég beið eftir því að rigningunni slotaði aðeins í Ljósavatnsskarði síðustu daga þannig að ég kæmist þar í veiði. Það var eins og sunnlenskt sumar hefði skotist norður […]
Það er sorgarsaga að segja frá, en á ferðum mínum í sumar hef ég sjaldan séð jafn mikið af rusli við hin ýmsu vötn okkar Íslendinga heldur en núna. Girnis- og taumaflækjur ásamt ýmsu öðru rusli sem menn hafa borið með sér á bakkana liggja víða eins og hráviði fyrir manna og dýra fótum. Það […]
Hún var nú ekkert svo rosaleg veðurspáin að maður yrði að hanga heima við alla helgina þannig að eftir snögga yfirferð spásvæða ákváðum við hjónin að renna vestur í Hítardal á laugardagsmorgun. Það var svo sem engin asi á okkur vestur og þá ekki heldur þegar við vorum komin á staðinn. Lögðum þó hraun undir […]
Það eru til margar leiðir til að tengja taum við línu. Ég hef aðeins verið að gjóa augunum á það hvernig menn hnýta lykkju á taumana sína, þ.e. þeir sem gera það á annað borð því enn eru þeir til sem hnýta tauminn beint á línuna með tilheyrandi fórnarkostnaði við taumaskipti. En aftur að taumum […]