Þegar skordýr rísa upp að yfirborðinu nýta þau sér oft loftbólur til hjálpar. Annað hvort hafa þau falið eina slíka undir skel eða vængstæði eða gripið um eina með framfótunum. Ég heyrði einhverju sinni að þegar hnýtarar setja stálkúla á flugu, þá væru þeir að líkja eftir þessari loftbólu. Hvað er satt í þessu, veit…
Það er víst löngu liðin tíð að ég þurfi að hafa áhyggjur af því að höfuðhár mitt sé að flækjast fyrir, hvað þá að ég þurfi að setja teygju í pönkaraskottið sem ég skartaði síðla á síðustu öld. En ég get samt fundið not fyrir teygjurnar sem er brugðið um spólurnar af taumaefninu sem ég…
Mikið hefur verið rætt og ritað um þá hættu sem stafar af mögulegri erfðamengun íslenskra laxa samhliða laxeldi í sjó með frjóum norskum laxi. Markaðsherferð laxeldisfyrirtækjanna virðist gefast hér álíka vel og hún gerði erlendis fyrir áratugum síðan. Gylliboð og loforð um bót og betrun í sjókvíaeldi nær til fólksins, ráðþrota sveitarstjórna og alveg inn…
Ég hef aldrei verið talinn sérstaklega jákvæður maður, kannski vegna þess að ég er að eðlisfari frekar varfærinn maður, þessu neita ég ekki. En ég neita því alfarið að ég hafi í hótunum við nokkurn mann eða hóp manna þannig að þeir sjái að sér og víki frá óviturlegri ákvörðun sem tekin hefur verið fyrir…
Það var með nokkurri tilhlökkun að við lögðum af stað út úr bænum á föstudaginn, stefnan var tekin á Fjallabak og ætlunin að ná í nokkrar bleikjur í harðfisk. Það tekur um það bil 3 klst. að keyra úr Reykjavík inn að Landmannahelli, en þessi tími er fljótur að líða, ólíkt þeim þremur sem sem…
Eftir sérstaklega ánægjulegt ferðalag okkar um Austfirðina og Hérað í síðustu viku, lá leið okkar heim á leið að kvöldi 13. júlí og valið stóð um að keyra í einni lotu eða koma við á einum stað, hvort heldur til að gista eða bleyta færi. Fyrir valinu varð að staldra við rétt austan Jökulsár á…