Gamlar fréttir geta verið skemmtilegar, sérstaklega þegar maður les þær sem nýjar í dag. Ég var eitthvað að gauka á netinu í haust í leit að ítarefni fyrir smá greinarstúf sem ég var með í smíðum og þá datt ég niður á frétt um meintan vafasaman sigur Bandaríska unglingalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í fluguveiðum. Greinin fjallaði…
Ég á mjög góðan kunningja sem aldrei hefur brotið stöng og það sem meira er, hann er virkur og mjög lunkinn veiðimaður þannig að stangirnar hans eru ekki bara upp á punt. Einu sinni var ég svona líka, en svo braut ég stöng, braut síðan aðra og enn aðra og nú er ég hættur að…
Festingar á flugu Ekki þurfa allir listar að vera skráðir. Með tíð og tíma verða til listar í kollinum á hnýtaranum sem hann hefur í huga þegar hann hnýtir. Einn þessara lista sem ég hef myndað mér er hvar festa skuli tiltekna hluta flugunnar á öngulinn. Tekið skal fram að þessi listi verður eflaust breytilegur…
Það eru rétt rúmar tvær vikur síðan við fórum í okkar árlegu Veiðivatnaferð en síðasta daginn í þeirri ferð vorum við sammála um að við værum einfaldlega ekki búinn að fá nóg af Vötnunum þetta árið og því stefndum við leynt og ljóst á að kíkja þangað aftur. Úr Hrauneyjum er aðeins um 1 klst.…
Eftir sérstaklega ánægjulegt ferðalag okkar um Austfirðina og Hérað í síðustu viku, lá leið okkar heim á leið að kvöldi 13. júlí og valið stóð um að keyra í einni lotu eða koma við á einum stað, hvort heldur til að gista eða bleyta færi. Fyrir valinu varð að staldra við rétt austan Jökulsár á…
Ef maður ætlaði sér að setja fram eina rétta lýsingu á hlutföllum í þurrflugu þá yrðu undantekningarnar frá ‘reglunni’ væntanlega fleiri heldur en góðu hófi gegndi. Með þokkalegri nálgun má samt setja eftirfarandi teikningu saman og reyna að lýsa því sem skiptir helst máli í þurrflugu. Skott hefðbundinnar þurrflugu er jafn langt búk hennar sem…