Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvernig enska orðið troutsetting hefur verið þýtt á okkar ylhýra, ekki nema að einhver kannist við urriðaviðbragð, en þá er ég hræddur um að íslenskir veiðimenn geti ekki alveg samsvarað sig með enska frasanum. Enska orðið er haft yfir það þegar veiðimaður bregst við urriðatöku með því að lyfta…
Mistök eru oft eftirminnaleg, stundum svo mjög að þau ásækja veiðimenn í áratugi. Einn blogg-kunningi minn vestan Atlantsála á svona minningu sem hann velti upp á spjallsíðu ekki alls fyrir löngu. Þannig var mál með vexti að hann var við veiðar með föður sínum þar sem sá gamli setur í ótrúlegan fisk, trúlega fisk lífs…
Hér áður fyrr voru háfar stórir, mjög stórir og festir á langt skaft þannig að það væri auðvelt að ná stórum, stórum löxum í þá, helst án þess að bleyta gúmmískóna. Hvenær það gerðist að silungsveiðimenn fóru að bera á sér háf til að ná fiski, veit ég bara ekki, sumir segja að það séu…
Það hefur verið sagt um íslendinga að þeir viti ekki hvað biðraðamenning sé. Það kemur ekki oft fyrir að það myndist biðröð á tiltekinn veiðistað í vatnaveiðinni, ástæðan ætti að vera augljós, það er yfirleitt nægt pláss fyrir alla við vötnin og engin ástæða til þess að tveir eða fleiri bítist um að vera á…
Fyrir byrjendur Byrjendur í fluguhnýtingum standa frammi fyrir ótrúlegu úrvali af áhöldum-, efni- og listum yfir hvoru tveggja sem þeir ættu að fjárfesta í. Hér kemur enn einn listinn, að þessu sinni í stuttu máli frá FOS.IS með upplýsingum um þær flugur sem hægt er að hnýta úr þessu efni. Áhöld Hnýtingarefni Flugur Úr þessu…
Hlutföll í flugum Með tíð og tíma hafa orðið til ákveðnar reglur fyrir hlutföllum í helstu tegundum flugna. Þessi hlutföll, myndir og skýringa ætti að skoða sem viðmið, ekki reglur sem meitlaðar eru í stein. Púpur Skott púpu er alla jafna jafn langt búkinum í heild sinni sem jafngildir lengd öngulleggs að frádregnum haus flugunnar.…