Bandormur fjárlaga er nokkuð þekkt fyrirbæri þar sem ein breyting í fjárlögum hefur keðjuverkandi áhrif á önnur lög sem þarf því að breyta. Margir hafa horn í síðu þessa bandorms, treysta ekki alveg öllu sem laumast þarna inn og getur haft áhrif á allt annað en það sem upphafleg fjárlög innihéldu. Það sama má segja…
Umræða og fyrirspurnir um sníkjudýr í silungi kemur reglulega fram á sjónarsviðið, einkum þegar veiðimenn verða varir við svæsnar sýkingar í fiski. Ég játa það fúslega þekking mín á sníkjudýrum í fiski hefur hingað til verið heldur yfirborðskennd og mörkuð af reynslu minni úr fiskvinnslu sem unglingur og því hef ég freistast til setja alla…
Til þess að geta framkallað þröngt kasthjól verður stangartoppurinn að ferðast í beinni línu. Ferill sem fellur í miðjunni kallar fram vindhnúta. Við höfum farið í gegnum þetta í grundvallarreglu #3. En það er önnur bein lína sem ferillinn okkar ætti að fylgja, sá sem við gætum komið auga á ef við værum staðsett fyrir…
Enn og aftur kemst maður í hann krappann. Í þetta skiptið kemur upp spurningin í hvorn fótinn á að stíga. Við straumvatn þykir oft gott að hafa þann fótinn framar sem nær er vatninu, þ.e. hægri fót sé veitt af vinstri bakka og öfugt. Þetta á sérstaklega við um þá sem bregða fyrir sig Spey-köstum.…
Eins og áður hefur komið fram þá eru það tvö atriði sem skipta mestu máli í flugukasti; gripið og stöðugur úlnliður. Stöðugur úlnliður er lykilatriði í góðum köstum. Grip sem er ekki rétt og úlnliður sem losnar upp á eru helstu ástæður mistaka og lélegra kasta, hvort heldur í fram- eða bakköstum. Ef við leggjum…
Ein ástæða vindhnúta er að ferill stangartoppsins heldur ekki beinni línu (180°) frá fremra stoppi til þess aftara. Vegna þess að línan fylgir í raun alltaf toppi stangarinnar getur komið slynkur á hana undir þessum kringumstæðum og flugan fellur niður fyrir línuna og flækist. Lausnin er einföld; haldið kastferlinum í 180° eða reisið stöngina eilítið…