Watson’s Fancy Afburðar fluga í bleikju og sjóbleikju, skosk að uppruna og mikið eftirlæti Donald Watson sem hnýtti hana fyrstur manna. Hnýtt sem straumfluga, púpa og jafnvel þurrfluga nú á tímum. Þær eru ekki margar flugurnar sem hafa eignast svona mörg afkvæmi af breytilegum gerðum eins og Watson’s Fancy og menn nú á tímum veigra sér…
Top Secret Midge Þessi litla snotra mýfluga Pat Dorsey hefur verið sérlega vinsæl meðal veiðimanna í Klettafjöllunum Bandaríkjanna á liðnum árum og ætti engan að undra. Þessari flugu svipa vitaskuld til margra annarra flugna, en einfaldleiki hennar er nægur til að allir geta hnýtt hana og það sem meira er, hún virkar. Rétt eins og…
Teal and Black Eins og næstum allar Teal flugur er Teal and Black ensk að uppruna og sver sig greinilega í ættina. Hefur getið sér orð fyrir að vera alhliða fluga í urriða, bleikju og lax. Höfundur: ókunnurÖngull: Hefðbundnir 8-18Þráður: Svartur 6/0Stél: Bekkfjaðrir úr gullfasanaVöf: Ávalt silfurBúkur: Svört ull eða selshárSkegg: Svört hanafjöðurVængur: Fanir af urtönd eða síðufjaðrir gráandarHaus: Svartur Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur…
Tailor Lengi vel hef ég verið að eltast við eigin misskilning um þessa flugu, en nú tel ég mig hafa náð botninum í þessa frábæru hönnun Skarphéðins klæðskera. Flugan sver sig í ætt Pheasant Tail og Grey Goose en er 100% Íslensk frá byrjun til enda. Alla tíð frá því Skarphéðinn prófaði hana í Elliðavatni…
Soldier Palmer Í öllum þeim bókum og greinum sem ég hef viðað að mér, þá finn ég ekki einn einasta staf um það hver sé höfundur þessarar flugu. Flugan er gömul, mjög gömul því hennar er getið, með einum eða öðrum hætti í bók Izaak Walton, The Complet Angler frá árinu 1653, þá undir nafninu Red Palmer.…
Skue’s Nymph Rétt eins og Pheasant Tail Sawyer’s er Skue’s Nymph klassíker. Frábær fluga sem hefur sannað sig í gegnum tíðina og hefur getið af sér ótal mörg afkvæmi, skilgetin og óskilgetin. Óskilgetin afkvæmi þessarar flugu eru næstum jafn mörg og afkvæmi Pheasant Tail og þarf engan að furða. Báðar eru þessar flugur magnaðar upprunalegar,…