Spennan var gífurlega, ég varð ær, sungu þeir Halli og Laddi um árið og það var alveg eins og þeir væru forspáir um urriðaviðureign mína síðast liðið sumar að Fjallabaki. Ég breyttist að vísu ekki í kind, en ég missti mig alveg og kúlið fauk út í veður og vind. Ég hafði alveg tekið þetta…
Ég held að það hafi verið í einni af Ástríks bókunum sem þessi gullvæga setning var höfð eftir Spartverjum; Ef stóra tá þín er of stutt, gakktu þá fetinu framar. Mér er til efs að þetta sé sannleikanum samkvæmt, ekki ber að trúa öllu sem Ástríkur hefur sagt. Jæja, þá er ég búinn að ná…
Aðstæður til fluguveiði eru mismunandi og það upplifðu Spánverjar fljótlega þegar allir byrjuðu á því að prófa Pólsku, Tékknesku og Frönsku stuttlínu tæknina. Eins og fram hefur komið í þessum stuttu pistlum um mismunandi rætur Euro Nymphing, þá henta framangreindar uppsetningar á taum ekkert sérstaklega vel þegar vatnið er dýpra en 6 fet og rennur…
Það verður nú ekki af Frökkum skafið að þeir eru slyngir veiðimenn, annars væru þeir ekki áttfaldir heimsmeistarar í fluguveiði. Á tímaskala Euro Nymphing, þá komu Frakkar sterkir inn um síðustu aldamót í kjölfar Pólverja og Tékka sem höfðu nánast einokað verðlaunasæti fram að þeim tíma. Frakkar, rétt eins og aðrir Evrópubúar höfðu fiktað við…
Rétt fyrir 1990 höfðu Tékkar svo fínússað Pólsku rótina að Euro Nymphing að það var réttlætanlegt að þeir nefndu aðferðina Czech nymphing. Raunar hafði þeim orðið vel ágengt árið 1985 með frumútgáfu sína þegar þeir hrepptu annað sætið í meistarakeppninni í Póllandi, fast á hæla heimamanna. Ári síðar náðu Tékkar toppsætinu þegar Slavoj Svobota hlaut…
Pólska rótin að Euro Nymphing á rætur að rekja til áttunda áratugar síðustu aldar þegar Pólverjar tóku til við að þróa og veiða með afar lítilli línu í straumvatni, ef þá einhverri línu yfir höfuð. Þeir notuðu hefðbundnar fluguveiðistangir í stærðum #3 og #5 og taum sem var nokkuð frábrugðinn hefðbundnum taumum. Árið 1984 kynnti…