Ég er yfirleitt alltaf á oddatölu, þ.e. þegar ég er með flugustöng. Að vísu á ég stangir sem eru á sléttri tölu, en einhverra hluta vegna þá hefur mér alltaf þótt oddatölur eiga betur við þá veiði sem ég stunda. Hvort ég sé alltaf að nota þessa oddatölu alveg til fullnustu er svo allt annað…
Ég gleymdi alveg um daginn þegar ég stakk nokkrum orðum niður á síðuna um litlar straumflugur sem í mínu tilfelli eru klassískar votflugur, að það er einn frábær kostur við að veiða svona minni flugur. Í eðli sínu eru þessar flugur náttúrulega miklu léttari í kasti og í vatni heldur en stórvaxnar straumflugur og það…
Mismunandi útgáfur og gerðir flugulína hefur oft borið á góma á FOS.IS þannig að lesendum verður gefið frí frá þeim hluta þroskaferils hennar að þessu sinni. Þess í stað langar mig að endurvinna og stytta texta sem ég setti saman fyrir annan vettvang og birta hér. Viðfangsefnið er forsaga nútíma flugulínunnar, úr hverju spratt hún…
Stundum er fögnuðurinn svo mikill hjá manni að hann verður til þess að maður fær hann beint í flasið á sjálfum sér. Jú, enn einn orðaleikurinn og í þetta skiptið upp úr tveimur orðasamböndum; Ekki er flas til fagnaðar og Ganga beint í flasið á honum. Það er svo sem umdeilt hvort urriði sé í…
Hugrenningartengsl er merkilegt fyrirbæri, eitt leiðir að öðru og áður en varir er maður kominn órafjarri því sem kveikti hugrenningar. Ég hlustaði nýlega á umfjöllun um sölu veiðileyfa á Íslandi í sumar sem leið. Gott sumar, erlendir veiðimenn og traustir íslenskir aðilar var svolítið viðkvæðið hjá þeim sem ræddi við fréttamanninn, ekki eitt orð um…
Vatnaveiði -árið um kring Í þessari gagnlegu handbók um silungsveiði á Íslandi er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, mismunandi veiðislóðir, græjur og grip, og eftir því sem veiðiárinu vindur fram eru kynntar ólíkar aðferðir og…