Eins og gengur þá getur hárum fækkað. Það geta verið náttúrulegar ástæður fyrir þessari fækkun en svo geta veiðimenn einnig reitt hár sitt í bræði, af örvinglan eða klórað sér svo í kollinum yfir efnisvali flugna að á hárvexti sér. Í viðleitni til að koma í veg fyrir hið síðastnefnda, þá er hér stutt samantekt…
Það þarf ef til vill ekki að fara mörgum orðum um garn sem hnýtingarefni, en það læðist nú samt að mér sá grunur að garnflugur og þá gjarnan einfaldar flugur séu örlítið á undanhaldi hin síðari ár. Ein þekktasta garnfluga allra tíma er nær jafn gömul Pheasant Tail enda eru þær samfeðra, eingetnar systur. Hér…
Það er nú ekkert nýtt að eitthvað á samfélagsmiðlum verði hvati að því að ég setji eitthvað niður í grein sem ég hef verið að grúska í. Að þessu sinni voru það hugleiðingar veiðimanns um það hvort hann ætti að kaupa sér Tenkara stöng eða ekki. Að vísu þekki ég veiðimann sem á Tenkara stöng,…
Það var smá glufa í dagskrá helgarinnar sem við veiðifélagarnir nýttum til að merkja við Langavatn á Mýrum. Þegar við skruppum upp á Langavatni á laugardag, skartaði vatnið sýni fegursta í gjólunni og það kveikti heldur betur í okkur. Illu heilli var ekki alveg nákvæmlega það sama upp á teningnum á sunnudaginn þegar við mættum…
Lífsferill bleikju og urriða getur verið öllu flóknari heldur en laxa. Rannsóknir hafa sýnt að erfðafræðilegir þættir virðast ekki ráða því hvort afkvæmi bleikju verði staðbundin eða ganga í sjó. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á að bleikja getur verið staðbundinn langt fram eftir aldri, en þegar ákveðinni stærð er náð, þá tekur hún upp…
Lífsferill laxfiska á Íslandi er í nokkrum atriðum frábrugðinn á milli tegunda og þá ekki síst hjá þeim hluta laxfiska sem ganga í sjó einhvern hluta æfi sinnar. Hér gefur að líta nokkur atriði varðandi lífsferil laxa. Laxinn tekur út mestan vöxt sinn meðan hann dvelur í sjó. Fyrstu árin sem laxinn dvelst í ferskvatni…